Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 69

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 69
HDUNK Ljós heimsins. 355 Ég er sú eina hér, sem þekti Stefa Ketil, og ég er ættuð frá Mansalóni og ég þekti hann þar, og það er satt, og þú veizt það er satt, og Guð má slá mig með reiðarslagi, ef það er ekki sagt. Hann má slá mig líka, sagði Ljóska. Þetta er satt satt satt og þú veizt það og ekki bara sona uppáfundið og ég veit nákvæmlega hvað hann sagði við mig. Hvað sagði hann? spurði Ljóska af lítillæti. Lísa var farin að gráta og gat varla komið upp orði af því hún hristist svo. Hann sagði: Þú ert elsku- legt boddi, Lisa. Þetta voru hans óbreytt orð. Það er lýgi, sagði Ljóska. Nei, það er satt satt satt, svo hjálpi mér Jesús og María Sona hefði Stefi aldrei getað sagt, þetta er ekki hans orðalag, sagði Ljóska fegin. Það er satt, sagði Lisa í sínum viðfeldna rómi. Og mig varðar ekkert um, hvort þú trúir því eða ekki. — Hún grét ekki lengur, en var orðin róleg. Það er alveg ómögulegt, að Stefi hefði getað sagt sona, sagði Ljóska. Hann sagði það, sagði Lisa og brosti. Og ég man þegar hann sagði það, og ég var elskulegt boddi í þá daga, alveg eins og hann sagði, og enn þá er ég þó betra] boddi en þú, sona gömul uppþornuð hita- bottla eins og þú. Þú getur svívirt mig, sagði Ljóska, sona graftrar- haugur eins og þú. En ég á mínar endurminningar. Nei, sagði Lisa með þessari sætu, elskulegu rödd, þú átt engar virkilegar endurminningar, nema þegar þú Iézt taka úr þér eggjastokkana og byrjaðir að gera C og M. Ég er hraust, ög þú veizt það, og karlmenn 23*

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.