Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 71
JÐUNN
(tcj vaki í nótt.
Enn þá kem ég heim, því nú er vorið sezt ad völdum
og veturinn er gleymdur ásamt prófi og skólaönnum.
Að sunnan kemur hlýjan i óralöngum öldum,
svo angandi af lifi og blessun handa mönnum.
Ég œtla að vaka í nótt, á meðan blessað fólkið
blundar.
Á bak við siekkjarhólinn er gott að setjast niður.
Og alt af risa borgir, þó ýmsar séu hrundar.
Og enn þá sveipar hólinn svo djúpur nœturfriður.
Hér grúfir heilög þögnin yfir gömlu leyndarmáli.
Eg gróf það hérna i mosann, fyrir rúmum þremur
árum.
Og nóttin sá það alein, þegar neistinn varð að báli.
Og nóttin verður stundum svo heit og vot af tárum.
Svo horfi ég á daggirnar hjúpa grœnu stráin,
og himinbláminn dofnar af logni og nœturraka.
En alt af finst mér kyrðin minna á einhvern,
sem er dáinn,
— á eitthvað, sem er horfið og kemur ei til baka.
'(Buchnundur 'fDaníelsson
frá Guttormshaga.