Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 74

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Side 74
360 Kotnmúnismi og kristindómur. IÐUNN aða andmælanda á það, að það er alveg ástæðulaust að skrifa í jafn-óvingjarnlegum tón og hann gerir. Mér skilst, að hægt sé að spjalla með fullri alúð um skiftar skoðanir, og það sé alveg ástæðulaust að temja sér ýfingar og kaldyrði, þó að lífsskoðanir komi ekki saman. Þess vegna þarf hann ekki að fara á móti okkur Páli með alvæpni, eins og hann sé að fara á móti ræningjaher. Þetta eru fyrst og fremst vitsmuna- leg málefni, sem ekki verða leyst með því einu að bolast. í lífsskoðunum vinnur sá sanngjarnasti sigur að lokum. I. Mjög er Skúli Guðjónsson kampa- almenningurÍ kátur yfir litlu gen& kristindómsins og vill láta líta svo út, að það sé vaxand'" þroski fólksins, sem komi því til að hirða lítt um kirk^una og hennar málefni. Hann telur það vera rökrétta afleiðing af vaxandi manndómi almennings, að menn læri að »sjá gegn um blekkingar kennilýðs- ins« og móta sér viðhorf upp á eigin spýtur. Og það þarf svo sem ekki að spyrja að því, hvaða viðhorí það er, sem hinn þroskaði almenningur nútimans á að öðlast. Það er viðhorf kommúnismans. Með þessari merkilegu athugasemd telur höfundur- inn hrundið þeirri kenningu okkar Þórbergs Þórðar- sonar, að orsakirnar til lítils raunverulegs gengis hvers konar hugsjónabaráttu á öllum öldum geti miklu fremur stafað af náttúrlegum óþroska mannanna og þar af leiðandi rangsnúnum vilja en af þvi, að hug- sjónin sé í sjálfu sér heimskuleg eða þýðingarlaus. Að því er til kirkjunnar kemur, mun athugull Ies- andi taka eftir því, að eg talaði um Iítið raunveru-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.