Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 76

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 76
362 Kommúnismi og kristindómur. iðonn endurtekur stöðugt hin sömu glöp. Þjóðirnar hlaupa frá einu stjórnarfari til annars og þykjast hafa himin höndum tekið. En eitt ríkið af öðru hrynur af hinum sömu siðferðilegu veilum. Menn láta óðfúsir siga sér út í stríð og hvers konar óhæfu, nú sem áður. Menn láta spanast af misjafnlega vönduðum málafiutningi blaða og flugrita, »þrá að láta Ijúga að sér«, eins og Þórbergur segir. — Þetta sýnir, að almenningur er ekki að neinu verulegu leyti þroskaðri nú en áður. Þess vegna eru heldur engin fjarskaleg líkindi til, að hann þyrpist frekar nú en áður að stórfeldum and- legum hugsjónum. »Lýður þessi tilbiður mig með vör- unum, en hjarta þeirra er langt í burtu frá mér«. Slík tilbeiðsla hefir kannske einhvern tíma verið meiri. En eg æski hennar ekki kirkjunni til handa og miða ekki áhrif kirkjunnar við neitt því líkt. Það er vel, að menn gerast nú hreinskilnari og djarfari en áður. Hræsnisþjónusta kirkjunni til handa er verri en engin jþjónusta. Miklum hugsjónum geta þeir einir þjónað, sem skilja þær og unna þeim. Viöhorf komm- únismans. II. Það er helzt að skilja á mínum heiðr- aða andmælanda, að þegar búið sé að ryðja kirkju og kennilýð burt úr landinu, komi guðsríki kommúnismans sjálfkrafa og fyrirhafnarlaust. Prestarnir séu einhverjir mestu höfuð- fjandmenn hins komanda ríkis, leigðir af auðvaldinu til að vinna á móti hagsmunum almennings o. s. frv. Kommúnistar syngja þennan sálm sýknt og heilagt og er þess vegna meinilla við allan »kennilýð«. Það þarf svo sem ekki að kenna fólkinu. Það hefir vit iyrir sér sjálft! Nú liggur það í augum uppi, að því

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.