Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 82

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 82
368 Kommúnismi og kristindómur. IÐUNN viss andleg lögmál stjómi heiminum, sem áriðandi sé að Iæra að þekkja og haga sér eftir. Eitthvað af þessu hefir auðvitað verið í öllum trú- arbrögðum. En í meðferðinni hafa trúarbrögðin orðið þeirri hættu undirorpin að tapa sinum lifandi sann- færingarþrótti og steinrenna í innantóma siðasök. Það verður, þegar kennisetningarnar verða alt í öllu. Að vera trúaður í hinni síðari merkingu er að grípa dauða- 'haldi í einhverjar arfgengar kennisetningar. Slik trú getur auðvitað verið sannfæring. Kennisetningin sam- svarar þá alveg hugsunarhætti og vitsmunastigi þess manns, sem aðhyllist hana. En oft er kennisetningin •aðeins hleypidómur, utanaðlærð, en ekki hugsuð, mis- skilin jafnvel og afbökuð, en þó varðveitt sem óskeik- ull vísdómur. Eftir því sem menn eru hrokafyllri og þröngsýnni, verða þeir trúaðir á þennan hátt, og of- stækið vex í jöfnu hlutfalli. Að lokum fer svo, að sannfæringin, sé hún nokkur, kafnar undir glórulausu ofstækinu, og »trúin« verður að hræsni. Þannig er þessu háttað um hvaða mál sem er. Þessi tegund trú- -ar er líka mjög algeng í stjórnmálum. En afleiðing hennar er alt af hin sama: grimd og óbilgirni. Því að hún er ekkert annað en ein hlið á drottnunarhvöt manna — en drottnunarhvötin er runnin af eigingjarnri rót. IV. Tvær ákærur. NÚ VOna éS að SkÚla sé það hvers vegna mér er litt gefið um trú- arofstæki, i hvaða mynd sem það birtist, hvort sem það kemur fram í þjóðkirkjunni eða stjórnmálunum, og ■hvers vegna ég hefi lagt orð í belg á móti því á báðum þessum sviðum. Það er af þvi, að ég er viss

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.