Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 83

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 83
ÍÐUNN Kommúnismi og kristindómur. 369 um, að skortur á hógværð og sanngirni hafi illar af- leiðingar, í hvaða máli sem er. Fyrir þetta hefi ég verið ásakaður um vantrú af hálfu hins trúarlega of- stækis í landinu, en um fjandskap við þjóðfélagslegar umbætur af hálfu hins stjórnmálalega trúarofstækis. Hvoruga þessa ákæru finn ég mig sekan um í hjarta mínu ogutel þær einungis fram komnar af þröngsýni og hvatskeytlegum ofstopa. Kommúnisminn er mér enginn þyrnir í augum að því leyti, sem hann er um- bótastefna á mannlegum kjörum og notar eigi ó- mannúðlegar aðferðir. Ég hefi að vísu enga tröllatrú á því, að hann sé hin eina endanlega eða heppileg- asta lausn þeirra mála. Lenin breytti í ýmsu frá hug- myndum Marx, og þannig munu eftirkomendur Lenins hverfa frá hans hugmyndum jafnóðum og reynslan sýnir fram á galla í skipulagi hans — og þannig munu kynslóðir framtíðarinnar leggja niður eitt skipulagið af öðru og taka upp önnur ný, eftir því sem breyttar aðstæður og breyttur hugsunarháttur krefur. — En sem tilraun til umbóta á mannlegum kjörum er þó sócialisminn alt af virðingarverð stefna, og allar til- raunir í þá átt að finna leiðir út úr basli og vesal- dómi og hvers konar ómenningu þjóðfélaganna þykja mér bæði sjálfsagðar og æskilegar. Að fyrir forgöngu- mönnum þessarar stefnu, sumum hverjum, hafi vafa- laust ráðið brennandi löngun til að ráða bót á mann- anna meinum, efast ég heldur ekkert um, og mér er engin nauðung að viðurkenna það. Gagnrýni mín kemur til skjalanna þar, sem grimd og ofstæki kemur inn i þessa baráttu, hinir sömu skaplestir og öllu mannlegu bölvi hafa valdið frá upphafi; þegar einsýn trú á skipulagið kemur í staðinn fyrir trú á ærlegar dygðir, þegar farið er að IðunnXVIII 24

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.