Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 87

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 87
IÐUNN Kommúnismi og kristindómur. 373 meðferð á börnum, gamalmennum og þurfalingum, ótal líknarstofnanir o. s. frv. Aldrei hefir mér dottið i hug að neita, að í mörgu og miklu er menningu nútímans áfátt. En hitt er líka jafn-ósanngjarnt, að neita þvi, hvílik geysileg áhrif kristnin hefir haft á allar mannúðlegar hugmyndir. Og hún hefir líka haft bein áhrif á stjórnarfarshugmyndirnar. Þetta mun Skúla verða ljóst, þegar hann verður það vel að sér að vita, að jafnaðarstefnan og jafnvel sjálfur komm- únisminn, á að miklu leyti rót sína að rekja til krist- inna lífskoðana. Upprunalega var kommúnisminn, eins og ég benti á í hinni fyrri grein, að eins ein grein hinnar kristilegu lífsskoðunar. Hann var við- horf hennar gagnvart félagsmálunum. Með því er ekki sagt, að hann hafi verið íullkomin pólitík. En þessi kommúnismi frumkristninnar var grundvallaður á trúarlegum hugsjónum og beinlinis skapaður af þeim. Kommúnismi seinni tima hefir, eins og óþægt og illa vanið barn, sem vex upp í vondum félagsskap, slitið sig úr sambandi við uppruna sinn, farið að af- neita mömmu sinni og berja hana. En sú staðreynd stendur óhögguð samt sem áður, að einnig flestar tilraunir til stjórnarfarslegra umbóta eru runnar und- an rifjum kirkjunnar, enda þótt þeir, sem að þeim standa, hvorki skilji það eða vilji við það kannast. VII. Niöurlagsorð. Skúla Guðjónssyni finst það líklegt, að ég neyúist til að viðurkenna það, sem nýtilegt er í kommúnismanum og sanngjarnt er að viðurkenna um hann. Þetta gefur talsverða hugmynd um andlegt ástand þessa manns. Honum er það vafalaust neyðarkostur að viðurkenna það, sem

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.