Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 88

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 88
374 Kommúnismi og kristindómur. IÐUNN hann kynni að sjá rétt og sanngjarnt í máli þeirra. sem ekki fylla hinn sama pólitíska flokk og hann, Sjálfsagt er þetta lika ástæðan fyrir tilraunum hans til útúrsnúnings á grein minni og ódjarflegri göngu hans fram hjá því, sem voru aðalatriðin í henni. Af hverju þarf hann að búa sér slík gögn í hend- ur? Vafalaust til þess að geta fundið betri höggstað á mér og því málefni, sem ég hafði að flytja. En í öliu bróðerni vil ég benda honum á, að sú hugsun er hvorki einlæg eða sannleikselskandi, sem þarf að snúa út úr til að skapa sér höggstað og tel- ur það neyðarkost að viðurkenna það, sem hún kann að sjá rétt og satt hjá skoðanaandstæðing sinum. Og vilji hann verða mikill gagnsmaður fyrir hag- sæld mannfélagsins — og um þá viðleitni er ekkert nema gott að segja — þá er það vafalaust vænlegra til sigurs að leitast við að ástunda sannleikann, eins og vinur vor Þórbergur kennir, en að trúa blint, eins og ofstækismönnum er titt. Þegar Skúli Guðjónsson er orðinn það óhlutdrægur og sannleikselskandi i hugsun, að honum er orðið það neyðarlaust að við- urkenna auðsæ sannindi, hver sem flytur þau, þá get ég vel ímyndað mér, að hann geti orðið dugandi liðs- maður sínu málefni og að eigandi verði orðastaður við hann. Benjamin Kristjánsson.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.