Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Qupperneq 92
378
Bækur.
IÐUNN
og var þá venjulega settur spónn af súru skyri i skálina eða
diskinn.
Sr. Jónas getur þess, að kornsým hafi sumstaðar verið gerð
til drykkjar. Svo var ekki beinlinis eystra. En hið nýja slátur
var á haustum sett í vatn, og súrnaði vatnið smám saman af
mjölinu, sem i var slátrinu. Var þetta kölluð slútursýra, slát-
urblanda, til aðgreiningar frá skyrblöndu. Verri þótti flestum
hún til drykkjar, en var þó notuð heldur en ekkert. Svið,
hnakkaspik, lundabaggar og bringukollar voru auðvitað settir
í skyrblönduna.
Það, sem sr. Jónas kallar mjólkurbyttur, var ýmist kallað
mjólkurbalar eða mjólkurbakkar, en trogin voru eins og
hann lýsir þeim. (bls. 46)
Tvöfalda lýsislampa sá ég aldrei notaða (bls. 4), en einföldu
kolurnar, sem við notuðum, voru likari þeim en kolur sr. Jón-
asar (bls. 7). Kerti voru steypt i formum og dregin (til jólanna)
heima, og kertaplötur höfðum við, gerðar úr tré og girðis-sprot-
um, en þó ólíkar nryndinni á bls. 6.
í hrífutinda notuðum við sama efni og sr. Jónas kallar blá-
tré eða brúnbris (bls. 27), en kölluðum það brúnspón. Klárur
notuðum við, eins og Norðlendingar, en ekki klára (sbr. bis. 56).
Seinna komu skltamylturnar, er sr. Jónas kallar taðkuarnir,
til að mylja á túnin.
Til að þvo ullina notuðum við þvœtti, en ekki þvœli, eins
og sr. Jónas segir. Var þvættið gert ýmist með ullarsóta (eða
-sóda) úr kaupstaðnum, eða úr hlandi.
Ólarreipi segir sr. Jónas að hafi verið skorin utan af nauts-
húð (bls. 70). Faðir minn risti þau ávalt af hálsinum, er þá
var fleginn heill af nautinu.
Fyrstu torfu úr flagi kaliar sr. Jónas flagmeri eða -móður
(bls. 76), hjá okkur var hún oftast kölluð mella. Til að þurka
torfið var það ekki einungis breitt á þurkvöll og hringað upp,
heldur einnig lykkjað.
Sr. Jónas getur víst um baggalútinn og formálann »upp,
upp baggalútur, ef þú veizt á gott, niður ef þú veizt á vont«,
en hins getur hann ekki, að ef börn fundu könguló á berjamó,
ávörpuðu þau hana og sögðu: »Kónguló(a), kónguló(a) visi
mér á ber«.
Út af myndinni af hónum á bls. 456 skal ég að lokum geta