Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 94

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1934, Page 94
380 Bækur. IÐUNN ist 10. hefti Grlmu, þjóðsagnasafns, er Þorst. M. hefir gefið iút undanfarið, en Iðunn ekki séð nema sumt af því. Tvö þjóðsagnasöfn önnur hafa borist, bæði frá Bókaverzl. Guðm. Gamalielssonar. Annað er Vestfizkarsagnir, er Helgi Guðmundsson safnar. Eru komin af þvi þrjú hefti, og virðist það ætla að verða stórt safn og eigulegt. Hitt er Osc- ar Clausen: Sögur af Snœfellsnesi, I, mjög læsilegt safn, sem vafalaust heldur áfram. ísafoldarprentsmiðja hefir gefið út heildarsafn af Ljóðu m Guðni. G uð mundsso nar i þrern bindum, og er sú útgáfa hin vandaðasta. Grétar Fells hefir séð um útgáfuna og ritað stuttan formála. Af öðrum ljóðabókum má nefna Stein Steinar: RauOur loginn brann. Er það fyrsta bók höf. og mjög svo athyglisverð. Minni eftirtekt vekja Nokkur IjóOmœli eftir Björgvin Halldórsson, kornungan mann, nýlega látinn, og Glœður I, eftir Gunnar S. Hafdal. Af sögum er rétt að nefna fyrst tvær góðar þýðingar, aðra af skáldsögu Hans Fallada: HvaO nú — ungi maður? ■er Magnús Asgeirsson hefir þýtt, en Alþýðuprentsmiðjan gaf út, og liina af Sögum eftir Maxim Gorki. Fyrri bókin mun geta sér vinsældir hér sem annars staðar, en hin á engu síð- ur skilið að verða keypt og lesin. Sögur Gorkis eru hver ann- ari betri, og þýðingin virðist hafa tekist mæta vel, en þýðand- inn er Jón Pálsson frá Hlíð. — Þá eru Tindar, eftir Þorstein Jósefsson, nokkuð æfintýrakendar smásögur, sem Olafur Er- lingsson gefur út. Svo er Þórunn Magnúsdóttir: Dœtur Reg kjavíkur, II. Vorið hlœr. Þetta er saga úr Reykja- víkurlífinu, og þó að eins fyrri hluti, skrifuð i dagbókarformi. Áður mun hafa komið Dœtur Reg kjavikur I, en þá bók hefir Iðunn ekki fengið. Þá hefir Axel Thorsteinson gefið út tvær smásögur: D okaO við í H rau nahrepp i og H an ni- bal og Dúna. Loks heldur Gunnur M. Magnúss áfram að segja frá strákunum frá Viðigerði i Viö skulum halda á skaga, sem er engu síður skemtileg og spanandi en fyrrí bókin og allir strákar lesa með áfergju. Af nokkuð öðru tagi er Gg 0 ingurinn gangandi, eftir Guðbrand Jónsson (sent frá Herbertsprent). Eru það 10 út- varpserindi, sem höf. hefir flutt, um hin sundurleitustu efni. — Friðrik Á. Brekkan hefir skrifað bók, er hann nefnir Alþjjð- leg sjálfsfrœðsla, en Stórstúka íslands gefur út. Ræðir hún um sjálfsmentun alþýðu og starfsemi fræðsluhringa, er höf. vill koma á fót hér á landi, að sænskri fyrirmynd. Þetta -er litil bók, en greinagóð og um mikilvægt efni.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.