Búnaðarrit - 01.01.1903, Blaðsíða 49
46
15—30 sm. á hæð, en verður þó stundum allstórvaxin, 40
sm. eða meira, einkum þegar hún vex í nánd við vatu.
Hún er afarbreytileg og mörg afbrigði hennar og lithrigði,
allólík hvert öðru, og auk þess eru til bastarðar af henni
og skyldum tegundum, t. d. gulstör og keiðastör.
Mýrastör er góð og lystug beitijurt handa hestum
og sauðfé, einkum þegar hún er smávaxin, og vex á hálf-
þurru (smástarungur). Starungshey er líka taliðlystugt,
létt og holt kinda- og hestafóður, en mjög er það mismun-
andi eftir vaxtarleudinu og plöntum þeim, sem með star-
ungnum vaxa. Það er varla ofdjúpt tekið í árinui, þó sagt
sé, að nálega helmingur af öllu mýraheyi voru só mýrastör.
Þogar þar við hætist, að menn hafa hennar mikil not til
til beitar, þá er það auðsætt, hve mikiis verð hún er land-
búuaði vorum.
Sýnishornið er tekið á Möðruvallaengi í dálítilli lægð,
sem vatni er veitt á að vorinu, en er annars þur. Störin
blómgast þar venjulega ekki, en vex afarþjett og nærri ein-
vörðungu. Að eins er þar örlítill stanglingur aí' hálm-
gresi, snarrótarpunti og skriðlingresi. Af engja-
bletti þessum hafa stundum fengist um 20 hestar af engja-
dagsláttu, en venjulega er eftirtekjan af startegund þessari
ekki nándar nærri svo mikil.
Efnasamsetningin:
Vindþar:
Vatn..........................................18,64%
í 100 klutum þurefuis var:
Aska............................................7,87
Holdgjafasambönd................................14,11
Eterextrakt......................................2,81
Sellúlósa.......................................21,65
Önnur holdgjafalaus efni
Pentosanar
Önnur efni
17,31
36,25
100,00
Holdgjafamaguið a) í þurefnum og b) holdgjafinn út af
fyrir sig skiftist þaunig niður huudraðdeilt eftir samböudum: