Búnaðarrit - 01.01.1903, Blaðsíða 108
104
vseri nú ekki lengi verið að fá upp húsmennskubýli með
nægu kúahaldi til að lifa á, landið svo vítt og frjótt, og
samlögin hæg við Fróðárhverfið um smjörbúið, og örstutt í
kaupstaðinn. Nú býr á Brimilsvöllum Bjarni Sigurðsson, er
áður var á Hofi á Kjalarnesi, myndarmaður, en allur áhugi
og kraftur veit hér út á-sjóinn.
Nokkru austar en Brimilsvellir, við sjálfan Höfðann,
er Mávahlíð, að visu ekki önnur eins plógsjörð nú, en engu
ófrægra setur. Þar var Magnús lögmaður Jónsson seint á
17. öld, ríkur höfðingi er mikið kemur við sögur, átti hann
lika Brimilsvelli og gott þótti þar þá til landa, og eigi síð-
ur til meyjar, og því kvað Gisli son Bauka-Jóns:
Held eg bezta hlutskifti,
hverjum það til félli,
að mega eignast Margróti,
Mávahlið og Velli.
Gisla varð líka að ósk sinni, og út af hjónunum i Máva-
hlíð, þeim Gísla Jónssyni og Margréti Maguúsdóttur, komu
kynmæður Binsena og Stephensena, og Brimilsvellir voru í
ættinni til þess er menn Hannesar-dætra biskups seldu Vell-
ina um miðja öldina sem leið Pótri gamla Ottesen, sem enn
lifir á Ytra-Hólmi, en var þá mestur sjógarpur undir Jökli.
Lengi hefir verið illa látið af götusneiðingnum utan í
Búlandshöfða, en fyrir þá sem ekki sundlar af hæðinni, er
gatan alls ekki ægileg á sumardag, enda tekur fljótt af og
ijótari eru Njarðvikur-skriður eystra. Þá er komið í Eyrar-
sveitina. Doktor Kálund, sem annars er svo útsláttarlítill í
íslands lýsingu sinni, sleppir sér alveg þegar hann kemur
í Eyrarsveitina, og lofar hana ákaflega mikið fyrir fegurð
og tilbreytni. Og vist er um það, að á þessari leið, sem
maður fer „inn um fjörðu", ber sérstaklega margt Dýstárlegt
fyrir augun. Þeir sein hvorki hafa sóð frá sjó eða landi
fjöllin stöku vestan Grundarí'jarðar, fá ólíkt betri hugmynd
um þau af raatrósa-nöfnunum dönsku, enda hefir verið haft
svo mikið við þau að setja þau á kortið: „Líkkistan11 (o:
Stöðin) og „Sykurtoppurinn11 (o: Kirkjufellið) koma mér fyr-