Búnaðarrit - 01.01.1903, Blaðsíða 282
278
tunna vegur 180 pd. brúttó, innihaldið 166 pd. Þó getur
tapast nokkuð við flutning, en ekki má það vera meira
en 20/0. Að rúmmáli er 1 tn. af sernenti mjög nálægt 3l/i
teningsfet.
Merkilegasti eiginlegleiki sementsins er sá, að þegar
vatn kemur saraan við það, þá harðnar það smátt og smátt
og verður steinhart. Það myndast kemiskt samhand milli
vatnsins og þeirra efna, sem í sementinu eru, og þessiefna-
hreyting er það, sem gerir hörkuna. Loftið þarf alls ekki
að komast að, til þess að þessi breyting geti orðið; leskjað
kalk aftur á móti útheimtir loft til þess að harðna, því þar
myndast steinuinn við sameining kolsýrunnar í loftinu og
kalksins, og við það kemur fram vatn í steininum, sem
gufar hurt; sement útkeimtir þá vatn til að harðna, enkalk
gefur frá sér vatn, er það harðnar.
Sementið storknar mismunandi íljótt. Það er mjög
áríðandi, að vita nokkurn veginn hve íijótt það storknar,
því þegar húið er að blanda vatni og sandi saman við
sementið, verður að brúka það áður en grauturinn storknar;
annars verður það ónýtt, því ekki dugar að þynna það
aftur með vatni; sementið hefir þá tapað krafti sínum. Af
góðu sementi heimta menn að það storkni ekki á skemmri
tíma en 2 klst. (nema það sé sérstaklega tekið fram við
kaupin) og sé ekki lengur að því en 24 tima, þegar hæfi-
lega mikið vatn er sett saman við. Þegar sementið er
hrúkað í steypu, er það venjulega töluvert leugur en 2tíma
að storkna; til þess þarf því lengri tíma sem meira er sett
saman við það af sandi og vatni, og sömuleiðis ef kalt er í
veðri; það er lengur að storkna ef sjóvatn er hrúkað en
þegar vatnið er ferskt.
Þegar sementið er storknað, byrjar það að harðna eða
hinda sig, og er það nokkurn veginn algild regla, að það
sement, sem storknar seint, harðnar fljótara og verður
sterkara en hitt. Það lieldur áfram að harðna í mörg ár
(10 ár eða meir), en eftir 28 daga er talið að harkau eða
styrkleikiun só orðinn 2/a af því sem haun verður eftir 1 ár.