Búnaðarrit - 01.01.1903, Blaðsíða 50
46
a. b.
Holdgjafi alls . . 2,308 100,00
Þar af í amídkendum efnum . 0,274 12,1
i egghvitukendum efnum . . 1,984 87,9
meltanlegt . . 1,453 64,3
Nilson hefur áður rannsakað stargresi þetta. I sýnis-
hornum frá Norður-Svíþjóð voru holdgjafasamböndiii að
meðaltali 15,3°/0 og 54,5°/0 meltanlegt af holdgjafanum. en
í sýnishornum frá Suður-Svíþjóð voru tilsvarandi upphæðir
11,2 og 49,0. ísl. sýnishornið er áþekt þvi norðursænska
nema hvað meltauleikinn er töluvert meiri (64,3 á móti 54,5)
Niðurstaða sú, sem efnarannsóknin á tegund þessari hefur
leitt til, er í fullu samræmi við reynsluna.
C. Onnur hálfgrös.
12. Elyna Bellardi (All.) Kock. ('SO)
Þursaskegg.
Planta þessi er líkari skúfgrastegundunum en störuu-
um. Stráin eru fín, stinn, sivöl, slótt, beinvaxin og standa
mörg saman í þéttum toppum Blöðin þráðmjó
stinn með mógljáandi slíðrum, sem verða dökkbrún með
aldrinum. Efst á stráinu er mjó axleit, ljósbrún blómskip-
un. Þursaskeggið er einkennisplanta lyngmóanna okkar.
Það vex þar á þúfnakollunum venjulega í félagi viö móa-
sefin, og varpar einkennilegum móleitum blæ yfir þessi
lendi. — Á þurri, sléttri harðbalajörð er það og algengt,
og vex þá oft í nokkurnvegin sarafeldum breiðum. Það
vex einnig víða á óræktartúnum þar sem áburður er ekki
nægur og sé túnið látið eiga sig og ekkert um það hirt,
útrýmir það smátt og smátt túngrösuuum. Túnið verður að
þursaskeggsmóum eða bölum. Lyng og ýmsar aðrar móa-
plöntur ryðja sér til rúms, og færa sig æ meir og meir upp
á skaftið uns túnið sem áður var algróið ýmsu töðugresi er
orðið að móleitum lýngmó með þursaskeggjuðum þúfuakoll-
um. — Venjulegast er þursaskeggið smávaxið 6—20 sm. á
hæð, en getur orðið alt að 40 sm. í gróðurmiklu móleudi.