Búnaðarrit - 01.08.1915, Qupperneq 3
Um rafveitu á sveitabæjum.
Eftir
Quðmund Hlíðdal raf-verkfræðing.
Til þess að rafveitu með vatnsafli verði komið á,
þarf að vera lækur eða á með nægum halla rétt við
bæinn eða sem næst honum. Oft má veita læknum
eftir skurði út úr farvegi sínum og nota svo brekku eða
halla í túninu. Því brattari og því hærri sem brekkan
er, því betri er aðstaðan.
Fyrirkomidag rafveitunnar er í stuttu máli vanalega
sem hér segir (sjá 1. mynd): Stífla er gerð í lækinn
ofan við halla þann, sem nota skal, og vatnið leitt í
pípum niður fyrir hallann. Þar eru pípurnar skeyttar
við túrbínu (nokkurs konar vatnahjól), sem snýst fyrir
þrýsting vatnsins. Túrbínan snýr aítur rafmagnsvélinni, en
hún framleiðir rafmagnið, og er því síðan veitt eftir lcopar-
þráðum heim í bæinn og inn í herbergin, þar sem það á að
notast til Ijósa, suðu, liitunar, mótora eða annara hluta.
1. mynd sýnir fyrirkomulag slíkrar vatnsafl-
stöðvar. Á myndinni til vinst.ri sést ofan yflr hana
alla, tjörnina, þróna, pípurnar og húsið með túrbínunni
og rafmagnsvélinni, sem er knúð með leðurreim frá
túrbínunni. Á myndinni til hægri er þverskurður gegn
uni þetta alt; þ. e. a. s. við hugsum okkur að skorið
væri þvert niður í gegn um húsendann og jörðina með
fram pípunum upp í tjörn, og við sæjum svo í sárið.
Ut úr tjörninni, þverbeint á straumstefnuna, gengur
'11