Búnaðarrit - 01.08.1915, Síða 8
166
BÚNAÐARRIT
að hallinn á neðri hlið hennar sé 2 : 1 (tveir á móti
einum) og á efri hliðinni 1 : 5. Stíflan verður þá 1
metri að ofan og 70 sentimetrum þykkri að neðan fyrir
hvern metra af hæðinni. Lögun hennar verður þá lík
og hún er sýnd á 1. mynd. Tökum við t. d. stíflu af
sömu hæð og áður, sem sé 2 metra háa, þá er hún
1 metri að ofan og 2,4 (tveir metrar og fjörutíu sentí-
metrar) á þykt að neðan.
Sementið skal blanda þannig: 1 hluti af sementi á
móti 4 af sandi.
Stíflur úr sementsteypu geta verið lítið eitt þynnri,
einkum ef þær eru háar. Blöndunin í þeim á að vera
þessi: 1 hluti af sementi á móti 3 af sandi og 4 af möl.
Áríðandi er að bæði sandurinn og mölin séu vel hrein
og engin mold eða leir í þeim.
Kostnaðurinn við stífluna fer ekki að eins eftir því,
hve löng og há hún er, heldur er hann og undir því
kominn, hve auðvelt eða örðugt er að framkvæma verkið.
Þetta er svo mismunandi, að eg sé ekki til neins að
tiltaka neinar ákveðnar tölur hér. Þó skal þess getið,
að í grjót- og sements-stíflum mun hver teningsmetri
kosta eitthvað á millum 10 og 25 kr., og getur þá hver
og einn reiknað út eða lát.ið reikna fyrir sig, hvað stíflan
muni hér um bil kosta, þegar hann hefir ákveðið stærð
hennar.
Það er mjög mikilsvert, ef hægt er að veita vatn-
inu burtu á moðan á stíflugerðinni stendur. Annars
verður að láta það renna í gegnum botnrásina, sem
bezt er að sé trékassi. Lokunni þarf að koma
haganlega fyrir, svo að þægilegt sé að draga hana upp
og ofan, og ekki leki mikið með henni. Bezt er að hafa
járnkarm og járnloku, en fyrir sveitabæi verður það
oitast of dýrt.
Út úr tjörninni eða pollinum, sem myndast ofan
við stiflugarðinn, gengur, eins og áður var skýrt frá,
skurðurinn til þróarinnar við efri enda pípnanna. Gangi