Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 12
170
BÚNAÐARRIT
þá má flytja úr einu herbergi í annað, og því nota sama
ofninn til skiftis í tveim eða fieiri herbergjum. Væri
aflstöðin ekki nema 4—6 hestöfl, þá mætti samt hafa
einn ofn, sem full not væru að, þegar ekki væri soðið.
Viðast á sveitabæjum mun borga sig bezt að byggja
5—6 hestafla rafmagnsstöðvar; þó fer þetta miög eftir
staðháttum, og er sumstaðar hægt að hafa stöðina mun
stærri án mikils aukins kostnaðar. En minna en 3 hesta
afl ættu stöðvarnar helzt ekki að hafa. Afl til smá-
mótoia — t. d. til þess að snúa skilvindu, strokk eða
hverfisteini eða til smiðjublásturs — verður altaf afgangs
þann tíma dags, sem lítið eða ekkert er soðið eða hitað.
Til þess nú að finna, hve mikið vat.n er nauðsyn-
iegt, til þess að framleiða 3, 4, 5, 6, 7 eða 8 hestöfl,
verður fyist að athuga, hvar stifla megi lækinn og hve
mikla fallhæð megi fá, án þess þó að pípurnar verði
langar, þvi við það vex kostnaðurinn, eins og áður var
minst á. Fallhæðina, þ. e. hæðarmuninn á þeim stað,
þar sem vatnið yrði tekið í pípurnar, og þeim stað, þar
sem pípurnar enda og stöðvarhúsið ætti að standa, má
mæla á mjög einfaldan hátt, jafnvel með lámæli einum.
Það geta flestir gert, en eí ekki, þá er auðvelt að ná
t. d. í einhvern búfræðinginn til þess.
Sé nú fallhæðin fundin, má reikna út, hve mikið
vatn þurfi að vera í læknurn, þegar hann er minstur,
til þess að framleiða einhverja ofangreinda hestaflatölu.
Við þenna útreikning verður að taka til greina, að nokkur
hluti af orku eða vinnumagni vatnsins eyðist og tapast
i núning í pipunum, túrbínunni og i rafmagnsvélinni og
við reimdráttinn, só rafmagnsvélin knúð með reim frá
túrbínunni. Eigi nú túrbínan að framleiða einhverja
ákveðna hestaflatölu, þarf orka vatnsins að vera mun
meiri, því gera má ráð fyrir, að um 35% tapist í píp-
unum og túrbínunni. Til þess að túrbinan hafi t. d.
67s hestafl, þarf orka vatnsins að vera 10 hestöfl. Þegar
talað er um stærð stöðvarinnar, er hún miðuð við afl