Búnaðarrit - 01.08.1915, Qupperneq 39
BÚNAÐARRIT
197
jafnvel stærri stöðin orðið ódýrari en sú minní, ef stað-
haettir eru þeim mun hentugri.
VII. Hirðing vélanna.
Vélarnar þurfa mjög litla hirðingu, en því meiri
Qákvæmni. Aflagist eitthvað, þótt, lítils háttar sé, þarf
strax að bæta úr því, annars getur það valdið stór-
skemdum. Það er því nauðsynlegt, að menn þekki vél-
arnar sem bezt, en á þessu er mikill skortur hér á landi.
Allar viðgerðir eru dýrar, því hér verður vanalega að
sækja menn langt að til viðgerða, ef einhvers þarf með.
t>að virðist því nauðsynlegt og væri óefað hagnaður, að
nógu snemma yrði farið að kenna mönDum hirðingu
rafmagnsvéla og vatnsvéla, til þess að ekki færi líkt og
hieð mótorbátana, sem öllum mun kunnugt.
Sé nægjanlegrar nákvæmni gætt, þarf hirðingin ekki
að vera nema létt hjáverk bóndans eða einhvers annars
á heimilinu, og geri eg því ekki ráð fyrir, að bóndinn
þurfi að reikna sér hirðinguna til útgjalda; upphæðin
ýrði að minsta kosti mjög lítil. Um fram alt þarf að
gæta þess, að vélarnar séu ávalt hreinar og vel smurðar,
einkum áslegin. Einnig skal þess gætt, að einangrunin
8é í góðu lagi, og á það að sjást á einum mælinum,
sem fyrr er um getið.
í smurningsolíu og tvist til hreinsunar vélanna má
gera ráð fyrir að eyðist 15—20 kr. á ári.
Að endingu vil eg benda mönuum á hina ágætu
ritgerð Jóns landsverkfræðings Þorlákssonar um sama
efni, í „Lögréttu" VIII.—IX. árg., 50—60 og 1. tölubi.
Er þar meðal annars einkar-skýr lýsing á orku vatnsins
°g öðrum orkutegundum.