Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 44
202
BÚNAÐAKRIT
Gjaldið til bjargráðasjóðsins er nú ákveðið, og
munar ekki mikið um það. Kostnaður við forðagæzlu
og fóðurforðabúr er enn þá óákveðinn, og geta bændur
sjálflr ákveðið upphæð hans, eftir framsýni sinni eða
skammsýni. Eg ætla nú að ráðgera, að þessir þrir þættir
búfjártrygginganna — forðagæzla, fóðurforðabúr og bjarg-
ráðasjóður — verði innan skamms gerðir svo sterkir,
að ]>eir kosti allir til samaits 115000 kr. á ári
fyrir alt iandið. Ef sveitarsjóðunum væri svo
ætlað að borga þriðjunginn, en landssjóður borgaði 3/s
parta, eins og eg hefi lagt til, ]>á borguðu hændur
til búfjártrygginganna samtals 172333 kr. En
landssjúður borgaði |>á 76667 kr., eða tæplcga
Va part af öllum tryggingarkostnaðinum. Og af
]>eim 76667 kr., sem landssjóður lcgði til, kæmi
líklega lielmingurinn eða meira frá landbúnaðar-
iýðnum, sem enn þá er stór meiri hluti þjóðarinnar
og borgar sinn skerf af verzlunartollum og öðrum tek-
jum landssjóðs.
Eg býst við, að skoðanir manna séu skiftar um það,
að nauðsynlegt sé að almenningnr safni heyfyrn-
ingnm, en eg held að allmargir muni geta fallist á
mina skoðun, ef þeir gefa sér tíma til að hugsa
rækilega nm raáiið. Gæti menn að eins að því, að
til þess að búfé landsmanna sé nokkurn veginn vel trygt
á hverju hausti gegn harðindunum, raundi þurfa að
vera til í hverjum raeðalhreppi varaforði af ein-
hverju fóðri, sem svaraði í minsta lagi 3754 hest-
um af útheyi. Hygg eg að dýrt mundi verða að út-
vega þann fóðurforða með korn- eða heyforðabúri. Og
þó að svo öflug fóðurforðabúr kæmust upp — sem varla
þarf að gera ráð fyrir — þá mundi bændum vera hægra
og koslnaðarminna að hafa fóðurforðabúr heima hjá
sér, en að sækja hann í forðabúrið.
Þeir, sem fallast á mína skoðun um nauðsyn hey-
fyrninganna, munu varla t.elja áætlun mína um kostn-