Búnaðarrit - 01.08.1915, Qupperneq 48
206
BÚNAÐARRIT
yrða, að skaðinn af heyskortinum í þessum hreppum
vorið 1910 hafi verið 45000 kr., ef ýmislegt annað
tjón, sem hrepparnir urðu fyrir af heyskortinum, væri
talið. Og þá væri skaðinn 22 sinnnm meiri en
heyfyrningakostnaðurinn.
Menn segja nú að heyfyrningaskatturinn sé árlegt
gjald, en fellisskattinn gjaldi menn ekki nema stöku
sinnum. Það er rétt, að fjárfellir kemur varla fyrir á
hverju ári í sama hreppi. En menn mega muna það,
að fellisárin eru býsna mörg, og stundum ekki langt á
milli þeirra í sama hreppi. Má t. d. geta þess, að í
Saurbæjarhreppi og Geiradalshreppi urðu mikil vanhöld
á sauðfé vegna fóðurskorts vorin 1886 og 1887, fáum
árum eftir feilinn mikla 1882. Svo má nefna það, að
þeir 3 hreppar, sem eg gat; um að hefðu felt sauðfé
1910, höfðu orðið fyrir allmiklum vanhöldum 4 árum
áður, nefnil. vorið 1906. Svo urðu þessir sömu hreppar
fyrir stórtjóni á sauðfé vorið 1914 aftur eftir 4 ár, og
skaðinn, sem þeir urðu þá fyrir, var líklega alt að þvi
tvöfalt meiri en 1910. Fellirinn 1914 kom að sumu
leyti af því, að heyin írá sumrinu á undan voru óholl
og léleg, en enginn vafi er á því, að mikið af fellinum
kom beinlínis af heyskorti.
Þessir 3 hreppar, sem eg gat um, hafa á 8 árum
þrisvar sinnum haft svo mikið tjón af heyskortinum, að
nema mundi alls meira en 100000 kr., ef öll kurl kæmu til
grafar. Og þó var ekkert af þessum árum framúrskar-
andi hart. Hjá þessu tjóni hefðu hrepparnir komist, að
minsta kosti að mestu leyt.i, ef þeir hefðu búið sig undir
harðindi á hverju hausti. Heyfyrningakostnaðurinn
fyrir þessi 8 ár hefði auðvitað orðið mikill, nefnil.
16616 kr. En hann er þó tæplega x/g partur af því
beina tjóni, sem heyskorturinn mun hafa bakað hreppun-
um á þessum 8 árum.
Þau dæmi, sem eg hefi talið hér að framan, tel eg
mega nægja til að sanna það, aft tilvinnandi sé að