Búnaðarrit - 01.08.1915, Side 57
Kringum bæinn.
Margt hefir verið um það ritað undanfarin ár, hversu
vér skyldum byggja sveitabæi vora á sem haganlegastan
hátt, en ekki man eg til þess að verulega hafi verið
minst á frágang ailan og umgengni utan húss. Þetta
skiftir þó miklu máli, bæði hvað útlit snertir og allan
þrifnað. Þó húsið eða bærinn væri fallegt og vel um
vandað, þá þarf alt umhverfis að vera í góðu samræmi
við það: smekklegt, þrifalegt og hentugt. Yíðast er oss
mikið ábótavant í þessu efni, og það má auðveldar laga
en sjálf húsin, ef viljinn er góður. Kostnaðurinn við það
er lítilfjörlegur í samanburði við dýrar byggingar.
Bæjargatan. Það var einu sinni sú tíðin, að upp-
hleyptar mölbornar götur voru hér ó-
kunnar. Hestarnir tróðu göturnar eftir túnunum eins og
annarsstaðar, og þegar fyrsta gatan var orðin helst til
djúp, var næsta gatan lögð við hliðina á henni, svo úr
þessu varð á endanum nokkurskonar breiður þjóðvegur.
Væn rönd af túninu varð þannig að illa þýfðum götu-
skorningum, sem varla gátu kallast tún. Ætið var slíkur
vegur slæmur yfirferðar, og skemdin á túninu auðsæ.
Meðan enginn þekti annað betra var þetta afsakanlegt,
en nú verður það tæplega sagt, þegar öllum er kunnugt
um upphleypta vandaða vegi.
Á Suðurlandi hefir bæjargatan víða verið gerð á
Þann hátt, að sæmilega breiður vegur hefir verið lagður