Búnaðarrit

Volume

Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 58

Búnaðarrit - 01.08.1915, Page 58
216 BÚNAÐARRIT heim að bænum og háir torfgarðar hlaðnir beggja megin við hann, til þess að skepnur komizt ekki ú(. á túnið- Slík túngata er kölluð „tröð“. Sjálfur vegurinn i tröð- inni er sjaldnast mölborinn og verður því hálf-ófært for- æði, er bleytur ganga. Þá tel eg sjálfsagt að skafla leggi í þessar djúpu traðir á vetrum og geri þær illfærar haust og vor. Þessi vegargerð er því óþverraleg og óhentug að öllu leyti, og eini kosturinn að túnið treðst ekki. Mér sýnist engum blöðum um það að fletta, að túngatan á að rera lágur upphleyptur vegur, með likri gerð og akvegir vorir, þó vel megi hún vera miklu mjórri. Að sjálfsögðu þarf hún að vera mölborin vand- lega og malarlagið um kvartil á þykt, kúpt að ofan, svo góður vatnshalli sé til beggja hliða og vegarbrúnir vel fláar úr grasrót. Flestum mun þykja sjálfsagt að leggja götuna þráðbeina gegnum túnið, enda verður hún styzt á þann hátt, en fegurra myndi það víða hvar, að gera hana laglega bogadregna, ef landslagi er svo háttað, að nokkrar bugður á götunni séu í eðlilegu samræmi við það. Hentugt væri það, að hafa grasivaxnar lautir eða rennur beggja. megin vegarins, svo að hann héldist betur þur og vatn leitaði síður á hann. Þar sem leysingavatn er mikið, yrði óhjákvæmilegt að hafa væna rennu grasi gróna ofan vegarins, en með litlum halla, svo ekki væri hætta á, að vatnið græfl sig niður. Hvort heldur sem er, er sjálfsagt að gera veginn hallalítinn. Nú má segja að á þennan hátt verði túnið ekki varið, hestar og kýr gangi út af veginum og troði það. Bæta má úr þessu með því, að strengja einn vírstreng úr einföldum sléttum vír beggja megin götunnar; þó fer þetta ekki vel, er stólparnir skekkjast og vírinn legst í einlæga hlykkj. Það er líka hætt við, að girðingunni yrði ekki ætíð haldið við, og þá er túnið óvarið. Bezt er að ráða fram úr þessu á alt annan veg, og diep eg á það síðar.

x

Búnaðarrit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.