Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1915, Side 71

Búnaðarrit - 01.08.1915, Side 71
BÚNAÐARRIT 229 þetta; þær þekkja hugsunarháttinn. Það er samkvæmt honum ekkert hrósyrði um konu, að hún sé sparsöm. Það er hægra að láta berast með straumnum, meðan eitthvað er til, en brjótast mót almenningsálitinu. Munu það þó ekki oftast vera einmitt þeir, er ekki andvara- laust berast með straumnum, sem helzt geta látið eitt- hvað af hendi rakna, er i krappan kemur? Vita menn ekki, að það er einn sterkur þáttur í nútíma-tilhneigingu vor Islendinga, að lifa yfir efni fram? Þetta þarf að breytast. Við þurfum að leggja stund á haganlegt, holt og nægilegt fæði, en útrýma óþarfa-eyðslu og skaðlegu kaffibruðli, 3—4—5 sinnum á dag. 1—2 ætti að nægja. Væri þá sérstaklega vert að taka til greina tillögu vors góðkunna læknis Steingríms Matthías- sonar, að afnema morgunkaffið og neyta í þess stað litillar máltíðar, áður en gengið er til vinnu, sem er miklu hollara. En það er nú ekki tilgangur minn að fara langt út í þetta mál eða hvernig vér ættum að haga matar- hæfi voru. Eg veit lika, að það eru margir, sem spara, og margir, sem endilega þurfa að spara, til þess að komast af. Eins og horíurnar eru nú iskyggilegar, getur líka að því rekið fyr en varir, að oss verði nauðugur einn kostur að fara drýgilega með matbjörg vora, er enn meiri dýrtíð skellur yfir, og aðilutningar að meira eða minna leyti hindraðir. Með sérstöku tilliti til þeirra, sem af einhverjum ástæðum vildu spara eða lifa á ó- dýrri en þó sæmiiega vel samsettri fæðu, hefi eg skrifað upp nokkra miðdegismata, og gert þá jafnframt grein fyrir verði þeirra og næringargildi. Miðdegisverðirnir eru miðaðir við 10 manns (helming karla og helming kvenna). Geri eg ekki ráð fyrir, að unnin sé ströng erfiðisvinna eða staðið úti i kuldum, nema bætt sé til að einhverju. Að efni eru þó miðdegisverðirnir töluvert meiri en gert er ráð fyrir í bæði íslenzkum og erlendum matreiðslubókum. Áherzla er lögð á það, að nota mikið innlendan garða-

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.