Búnaðarrit

Årgang

Búnaðarrit - 01.08.1915, Side 88

Búnaðarrit - 01.08.1915, Side 88
246 BÚNAÐARKIT 11. Kristinn Kristjánsson úr Hafnarfirði, 12. Kristján Kristófersson frá Köldukinn í Húnavatnss., 13. Pálmi Magnússon frá Hofi í Hörgárdal í Eyjafj.s. Af þessum mönnum höfðu 7 verið áður á búnaðar- skólum. Sumir þeirra voru þegar ráðnir eftirlitsmenn. Kennarar voru hinir sömu og árið á undan, en auk þess hólt Jón H. Þorbergsson 6 fyrirlestra um fjárrækt. Námsgreinar að öðru leyti þær sömu, en kenslustundir nokkru fleiri. Suijörblilll, er störfuðu þetta ár, voru 26 alls. Eitt búið lagðist niður í vor. Það var Geirsárbúið í Borgarfirði. En svo voru 3 bú, sem ekki störfuðu, en þó mun mega telja lifandi. Olli þvi ótiðin í vor og málnytuskortur, að þau héldu kyrru fyrir. Stnjörframleiðslan varð með langminsta móti í sumar. Flest búin byrjuðu ekki fyr en seint og síðarmeir, vegna ótíðar og málnytuleysis. Á mörgum búunum varð smjörið ekki nema helmingur á við það, sem það heíir verið undanfarin ár, og hjá sumum enn minna. Verð á smjöri erlendis var í góðu meðallagi. liúnaðarnámsskeiftiii voru með flesta móti þetta ár. Eg var á námsskeiðinu að Þjórsártíini 12.—17. júní og hélt þar 6 fyrirlestra, í Heykjafirði og Arngerðareyri við ísafjarðardjúp 8.—13. marz og hólt þar 10 fyrirl.; á Hölmavílc í Strandasýslu 17.—22. s. nt. og hólt þar 8 fyrirlestra, og í Hjarðarholti í Dölum 30. marz til 4. apríl og hélt þar 8 fyrirlestra. — Auk þessa var bún- aðarnámsskeið við bændaskólann á Hvanneyri 3.—7. febr., á Eiðum 9.—14. s. m., á Breiðumýri í Reykjadal í S.-Þing. 30. marz til 4. apríl, og á Vopnafirði 2.—4. s. m. Öll námsskeiðin hafa notið aðstoðar búnaðarfélagsins, annaðhvort, með þvi að lánaðir hafa verið menn á þau t’il að halda fyrirlestra, eða styrkur hefir verið veittur.

x

Búnaðarrit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Búnaðarrit
https://timarit.is/publication/595

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.