Búnaðarrit - 01.08.1915, Síða 90
248
BÚNAÐARRIT
Á Barðftstiönd voru kýr ekki látnar Ut fyr en eftir miðjan
júní. Við ísafjarðardjúp var alveg gróðurlaust að kalla
mátti um fardaga. Á Norðurlandi var vonzku norðaustan-
hríð á sumardaginn fyrsta. Vikuna 3.—9. maí var 7—11°
frost á Akureyri, nótt og dag. Pollurinn allagður. Jaið-
laust á öllum Utsveitum við Eyjafjörð, en nokkur jörð
inni í firðinum. Fyrir uppstigningardaginn gekk i norðan-
hríð og snjógang með 9° frosti (0.). Úr því voru miklir
kuldar, er héldust alla leið fram um miðjan jUní, þótt
vægara væri. Af Fijótsdalshéiaði er skrifað, að eftir
miðjan apríl hafi komið talsverð jörð alt Ut um miðja
Hróarstungu og Ut fyrir Eiðaþinghá, en yzt í Hjaltast.aða-
þinghá kom ekki jörð fyr en seint í maí, og jafnvei voiu
ær ekki látnar Ut á Eyjum fyr en komið var fram i
jUni. Tíð batnaði ekki algerlega fyr en um hvítasunnu.
í Skaftafellssýslu kom versti bylurinn á vorinu á upp-
stigníngardag. Var þá víðast öllum skepnum gefið nokkra
daga, og ám alt vorið öðru hvoru, þar sem hey voru
nægileg.
Sumarið. Á Suðurlandi var þurviðrakafli frá því
um miðjan jUlí til 20. ágUst. Byrjuðu þá rigningar aftur
og það svo mikið, að alt votengi fór í kaf. Héldust rign-
ingarnar alt sumarið, að undanteknum vikutíma i sept.
Náðist þá alt hey, sem ekki var í vatni. 12. sept.
gerði ofsaveður af norðri. Fauk þá víða hey, einkum á
Kjalarnesi og víða í Vestur-Skaftafellssýslu.
Á Vestfjörðum var hagstæð heyskapartíð um hunda-
daga, en Ur því gekk til rigninga, og kom aldiei þur
dagur til enda allan september. Sumarið eitt hið lang-
versta, er komið hefir í manna minnum.
Á Norðurlandi meðalsumar. Komu þó ekki veruleg
hiýindi til lengdar og aldrei stórkostlegir vatnavextir,
og snjó tók ekki alment upp Ur fjöllum, t. d. Vaðla-
heiði, fyr en í byrjun september. Hm miðjan september
(þurviðravikuna á Suðuriandi) gerði kuldakast af norðri