Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 7
3ÚNAÐARRIT
Bændabragur.
„Vænt or að kunna vel að búa,
vel að fara með herrans gjöl“.
ilggert Ólafasou.
■Nú kemur bað bráðum hið blessaða vor,
sem brautgengill tímanna nýju,
og minnir á Eggert, sem ýtti frá Skor,
með ögrandi söngvum og hlýju.
Það fer yflr sveitir með sólgeisladans
og syngjandi framtíðarvonum,
og vekur af dvalanum hugsjónir hans
til hamingju íslenskum sonum.
Og Björn gamli’ í Sauðiauksdal brosir á ný
er blómin úr moldinni gróa,
er varparnir grænka og vorgolan hlý
fer vekjandi’ um dali og skóga.
Hann gleðst, eins og Eggert, sje garði sýnd trygð,
ef gleymist, og sljettuð er þúfa.
Það sýnir sig altaf í sjerhverri bygð
hvar synirnir þeirra búa.
Er vorið fer eldi um sveitir og sund
er sálin hans Eggerts að tala;
er fölleitir blómkollar gægjast úr grund
fer gamli Björn líka að hjala.
En orð þeirra berast um sveitanna sál
eins og sólvindar angandi’ og heitir.
Og heill þeim, er skilur það heilaga mál,
þeirri hönd sem að eftir því breytir.
1