Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 8
2
BÚNAÐAKRIT
Tak plóginn þinn, bóndi, tak sáðkorn og sá
og sver þig í ætt við þá báða,
því hamingja lands hvílir herðum þjer á,
en handtök þín gæfu þess ráða.
Sýn feðrum og sonum hvað fjekst þú í arf
þú, framvörður íslenskrar þjóðar.
Ef ræktar þú landið og rækir þitt starf
þá reynast þjer vættirnar góðar.
Tak plóginn þinn, bóndi, ber höfuð þitt hátt,
þó hæði þig glefsandi vargar.
Þú heíir það hjarta, þú hefir þann mátt
sem hugsjónum feðranna bjargar.
Þú vinnur að ræktun með sumri og sól,
við svartnætti’ og stórhríðum búinn.
Án þín væri hungursins hengingaról
um hálsinn á þjóðinni snúin.
í kyrð vilt þú lifa, og lætur ei hátt
um lund þína, styrk þinn og festu.
En þeir sem að búa í samlyndi’ og sátt
þeir svíkja’ ekki — en lofa þó mestu.
Þú vinnur í kyrþey og reynist í raun
og ryður um urðirnar brautir.
í verkinu sjálfu er lof þitt og laun
fyrir langar og erfiðar þrautir.
Og þrátt fyrir eldgos og þrældóm og kvöl
og þyrnana’ er brjóstið þitt stungu,
þá hjelstu samt áfram, þá barstu þitt böl,
og braust af þjer hlekkina þungu.
Drag fánann á stöng! Yíir íjörð, yfir fjöll
skal hann fljúga þinn orðstír og sómi,
sem angandi blær yíir blómgaðan vö)l
eins og blikandi framtíðar Ijómi.