Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 9
BtiNAÐAftRIT
3
Drag fánann á stöng — meðan geislanna glóð
stráir gulli’ yfir firði og sveitir.
Og lieill hinni íslensku þrautseigu þjóð
sem að þrá sinni’ í framkvæmdir breytir.
Drag fánann á stöng! Yfir sveit, yfir sæ
Jjóma sólgeislar komandi daga.
Nú skal starfa og syngja í borg og í bæ
— nú skal byrja ný gullaldarsaga.
Davíö Stefánsson
frb Fagraskógi.
r
Áramótin.
Hin síðastliðnu ár hafa verið byltinga- og umbrota ár.
Heimssyrjöldin leysti þjóðirnar úr læðingi. fau bönd,
sem áður hafa bundið ríki og þjóðir saman, hafa brostið,
að meira eða minna leyti. Mannkynið hefir orðið að þola
aflraun. sem vart verður jafnað við nokkuð, sem áður
hefir fyrir komið. — Afleiðingarnar tvísýnar, stefnan og
framþróun mannkynsins óráðin gáta. Enn eru eigi spunnir
þeir þræðir, sem geta tengt saman einstaklinga, þjóðir
og ríki, og sem sjeu svo sterkir, að trygging sje fyrir
varanlegum friði og framþróunar-starfsemi.
Yjer íslendingar stöndum fyrir utan umbrot og bylt-
ingar stórþjóðanna; hinar sterkustu öldur ná að eins til
vor; vekja oss af svefni, og til umhugsunar um þaðj
að vort litla þjóðfjelag er líka í hættu. Vjer þurfum að
starfa, og sjá, hvað voru litla þjóðarbúi er fyrir bestu,