Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 10
4
BÚNAÐARRIT
Styrjöldin hefir gert oss minna mein, en ílestum öbr-
um, að eins lagt nokkur höft á viðskiftalífið, en um
engan verulegan skort hefir verið að ræða, og afkoma
manna mun alment betri en áður. Vjer munum því nú
standa tiltölulega betur að vígi, í samkepninni gagnvart
öðrum þjóðum, en áður. Skipastóll landsmanna hefir
aukist (flutningur, að og frá landinu, verið að mestu á
íslenskum skipum). Sjávaraflinn vex frá ári til árs, og
búfje hefir aldrei verið fieira í landinu heldur en 1918,
eftir því sem síðustu hagtíðindi segja. Að sjálfsögðu hefir
fækkað nokkuð síðastliðið ár, vegna grasbrests fyrra
sumarið.
Ástæðurnar virðast því góðar, en aldrei hafa þó verið
meiri umkvartanir. Bændur segja að búin beri sig eigi.
Útgerðarmenn segja að lítíll hagur sje að útgerðinni, og
verkamennirnir segja, að vart sje hægt að lifa af kaupi
sínu, vegna dýrtíðar. En hvernig sem alt er, hefir fram-
leiðslan aukist, menn berast meira á, en áður; gera
meiri kröfur til lífsins.
Vjer stöndum á vegamótum; að rata hina rjettu leið,
er vandasamt. Það þarf að beina starfskröftum þjóðar-
innar inn á þær brautir, sem liggja til hagsældar —
landi og lýð — í bráð og lengd.
Vjer erum fáir og smáir. Margra alda fátækt, ánauð
og kúgun, hefir alið kotungsháttinn; samgönguleysið
hamlað víðsýni, og vegna vistarbannsins o. fl. hafa margir
orðið staðbundnir, aldrei komið út fyrir sveitina sína.
En nú er mikið breytt á fáum áratugum. Flest það,
er [áður batt menn við heimilið og sveitina sína, er
horfið — frelsið er meira — útþráin hefir gagntekið
menn. Að sjá landið — siði og háttu annara þjóða, er
hugsjón hinnar ungu kynslóðar, því þjóð vor á marga
nýta menn á hinum ýmsu sviðum, sem með útsjón og
dugnaði hafa aflað sjer fræðslu, bæði í andlegum og
líkamlegum efnum, svo hægt er að jafna við það, sem
annarsstaðar er. En flestir þessir menn, eða feður þeirra,