Búnaðarrit - 01.01.1920, Side 12
6
BÚNAÐARRIT
túnin. Miklum tíma er þar eytt í iðjuleysi við spil o. fi.
— Margur maðurinn lætur sjer nægja að vinna 2—4
mánuði á ári. Kaup það, sem hann fær þenna tírca, á
að nægja til að fæða hann og kiæða allan ársins hring.
Breyttir lifnaðarhættir og atvinnurekstur gera nýjar
kröfur. Bóndinn er eigi eins sjálfstæður og áður, og íbúar
kauptúnanna eru að miklu leyt.i bundnir við annan at-
vinnurekstur, en þeirra eigin. Ef þjóðarbúskapurinn á að
vera hagkvæmur, þarf að vera auðvelt fyrir menn að
skifta afurðunum. Sveitirnar að koma sumum afurðum
til kauptúnanna, og ná í sínar nauðsyDjar aftur. Á þessu
eru miklar tálmanir hjá oss. Það vantar veganet, þar
sem aðal-slagæðarnar eru járnbrautir, en frá þeim grein-
ist veganet, sem háræðar um allar sveitir þessa lands.
Með þessu — og að oins á þenna hátt — verða sveitir
og kauptún landsins tengd saman. Ræktunar-möguleikar
líkari, hvort sem staðurinn liggur nær eða fjær kaup-
túninu.
Þá ætti Reykjavík eigi að þurfa að lifa á útlendri
mjólk, eða sveitamaðurinn að fara dagleið með nokkra
kindaskrokka eða smjörpund, til að seija það. Hagkvæm
vöruskifti væru þá möguleg, og þjóðarbúskapurinn gengi
betur. Búnaður vor á við erfið kjör að búa. Jarðaverð
fer hækkandi — og það þótt ekkert sje gert jörðunum
til umbóta. En hvað yrði verðið, ef jarðirnar væru
hýstar og ræktaðar sem skyldi og nauðsyn ber til?
Yinnulaun hækka árlega, og það sem verst er, erfiðleikar
að fá fólk til ýmsra starfa — eða að staðaldri — reyn-
ast nú víða ókleyfir. Afurðir hafa hækkað í verði, þó
vart svo, að á hinum kostaminni jörðum, verði hægt að
láta tekjurnar samsvara útgjöldunum, ef öll kurl kæmu
til grafar.
Á hinn bóginn erum vjer nú sannfœrðir um, að land
vori er hœgt að rækta — það sýna reynslu-tilraunir
Búnaðarfjelags og Ræktunarfjelags Norðurlands. Á oss
hvílir skylda, að klæða landið á ný. Bæta og græða —