Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 14
UÚNAÐARRir
Reynsla um áveitur.1)
Allir, sem einhverja reynslu hafa um áveitu, munu
nokkurn veginn á eitt mál sáttir um það, að þær geri
gagn og bæti landið, sem veitt er á. — Um hitt eru
menn ekki eins sammála, hve miklu gagnið nemur, sem
áveitan heflr í för með sjer. En þetta byggist vitanlega
á því, hvað staðhættir og ýmsar ástæður með áveitu
eru ólíkár á landinu.
Jarðvegur og gróður er mismunandi, og vatnið sem
veitt er á, er ekki síður misjafnt að gæðum. Hallinn á
áveitulandinu, sem hlýtur að ráða miklu um það, hvort
áveitan er uppistaða eða seitluveita, heflr og áhrif í þessu
efni. Og veðuráttan um áveitutímann, og eins á undan
og eftir að veitt er á, ræður og miklu um, hvernig áveit-
an sprettur.
Alt þetta verður að takast með í reikninginn, þegar
dæmt er um áveitur.
Áveitur hafa brugðist vonum manna og mishepnast,
það er satt. En ástæðurnar að því eru tíðast einhver
mistök, eða það, að ekkí hafl verið skynsamlega til
þeirra stofnað.
1) Jtitgei'ð þessi er að nokkiii leyti framhald af ritgerð minni:
Vatnsveitingar, í síðasta (33.) árg. Búnaðarritsins.
í niðurlagi hennar gat jeg þess, að jcg mundi, ef til vili, seinna
minnast á áveitu-reynslu einstakra manna, er mjer væri kunnugt
um, og birtist það hjer. H ö f.