Búnaðarrit - 01.01.1920, Qupperneq 16
JO
BÚNAÐARRIT
þornað fljótt, þegar hleypt er af í votviðrum og hlýind-
um á vorin.
I.
Árið 1911 sendi jeg fáeinum mönnum, er lengi höfðu
stundað áveitu, skriflegar fyrirspurnir um reynslu þeirra.
Það sem jeg þá spurði um, var þetta:
1. Hvort reynist betur, uppistaða eða seitlu-áveita?
2. Hvað er hæfilegt að vatnið í uppistöðu-áveitu sje djúpt?
3. Hvað mun hæfilegt að iáta vatnið iiggja lengi á í senn?
4. Hvernig reynast vetrar-áveitur? föt®,
5. Hvernig gefst það, að veita á, að eins vor og haust,
en ekki að vetrinum?
6. Hvað sljettir vatnið fljótt?
Flestir þeirra, er jeg sendi þessar fyrirspurnir, skrifuðu
mjer — og eru brjefin frá árinu 1912—’13 — og lýstu
reynslu sinni meira og minna. Verður nú skýrt frá því
helsta hjer á eftir. Læt jeg suma þeirra segja frá að
mestu leyti sjálfa, með sínum eigin orðum:
1. Sveinn Olafsson, bóndi í Suður-Hvammi í Mýrdal
í V.-Skaftafellssýslu segir svo frá:
„Vorið 1907 byrjaði jeg að fást við vatnsveitu hjer í
Hvammi, en þá i mjög smáum stíl. Þab kom strax í
ijós, að vatnið hafði mjög frjóvgandi áhrif á þessa litlu
bletti, sem jeg veitti yfir. Síðan hefi jeg stöðugt aukið
við áveituna á hverju ári. Aðallega hefi jeg lagt stund
á það vortímann, veitt á strax á vorin, svo fljótt sem
jeg hefi getað, og látið svo vatnið liggja yfir fram að
slætti. Næstliðið ár hefi jeg einnig veitt á að nokkru
leyti, bæði haust- og vetrartimann, það er að segja, á
það sem votlent er af áveitusvæðinu.
Þetta land, sem jeg veitti á, var að mestu graslítil