Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 22
16
BÚNAÐARRIT
vatnið liggja rnjög lengi á í einu. Enda ekki þörf á því
hjer, því að vatnið er oftast nægilegt.
Hjer heflr reynst best að byrja að veita á seint í maí,
eða um mánaðamótin maí og júní, og reyna að fá þá
sem allra mest vatn á áveitulandið. Hleypa svo af í bili,
þegar fram á vorið kemur, og farið er að spretta, og
það helst í hverri viku. Jeg held, að ef það væri gert,
mundi minna bera á vatnsrotum. En það ber altaf tölu-
vert á þeim, ef vatnið er látið liggja oflengi á í einu.
Um vetrar-áveitu get jeg ekkert sagt þjer af eigin
reynslu. Það er dálitlum annmörkum bundið að koma
henni við, og við (þeir sem nota vatn úr Alunum til
áveitu) þorum varla að eiga við þaó.
Ekki get jeg sagt þjer fyrir víst, hvað vatnið er lengi
að sljetta. Mjer virðist, að með góðri uppistöðu yflr vor-
tímann, muni það taka 4—6 ár að sljetta meðalþýfða
jörð. En þar sem vetrar-áveitu verður komið við, gengur
það fljótar, og tekur það þá ekki nema 2—3 ár að
sljetta. En eins og áður er á minst, þá sljettist miklu
seinna, þegar seitlu-áveita er notuð. En svo hefir seitlu-
veitan þann kost, að maður losnar að mestu við vatns-
roturnar.
Þar sem uppistöður eru hjer, heflr einlægt borið meira
og minna á vatnsrotum í þeim, og það stundum eftir
tiltölulega stuttan tíma eða fá ár. Sjerstaklega ber á
þessu í raklendum mosadælum. Leirjörð þolir aftur á
móti betur vatnið, einkum ef kraftmikill starargróður
•er fyrir.
Jeg hefi þá stuttlega minst á það helsta, sem jeg man
eftir, viðvíkjandi vatnsveitingum. En eins og jeg tók
fram í byrjun, þá er reynsla manna svo mismunandi
hvað þetta snertir. Samt sem áður verður hún, sam-
fara gleggri eftirtekt, drýgst til þess að segja manni og
sýna, hvað best á við á hverjum stað“.