Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 23
BÚNAÐARRIT
17
Eftir að Einar í Miðey reit þetta — en síðan eru 6 ár
— hefir hann tjáð mjer, að áveiturnar í Austur-Land-
oyjum gangi úr sjer, eða spretti ver en áður. — í skýrsju
um áveitutilraunir sínar, dags. 10. okt. 1918, kemst hann
pannig að orði:
„Það virðist alstaðar hjer bera á því, meira og minna,
að vatnsrotur komi í uppistöðurnar. Eftir 3—4 ár eru
þær farnar að gera alvarlega vart við sig, þótt vatnið
sje ekki nema 25—30 sm. á dýpt. Og ef það er dýpra
«n 30 sm., eyðilegst grasrótin og hættir að spretta".
Eftir minni skoðun og kunnugleik á áveitunum þar
eystra, hygg jeg að þetta eigi að meira eða minna leyti
rót sína að rekja til þess, að áveitulandið er of blautt.
Framræslan, með öðrum orðum, ónóg, og sumstaðar
sama sem engin. Vatnið mun einnig vera látið liggja
oflengi á, fram á sumarið. Því er stundum ekki hleypt
af, fyr en sláttur er byrjaður.
í góðri tíð og hlýindum, er skaðlegt að halda áveit-
um áfram, lengur en fram að Jónsmessu, og það því
fremur, ef framræslan á áveitulandinu er engin, eða þá
mjög ófullkomin. Og ekki bætir það heldur úr skák, að
hleypa seint af, ef vatnið er Ijelegt til áveitu eða efna-
snautt.
Einnig getur það átt sjer stað þarna í Landeyjunum,
að eiuhver efni, sem gróðrinum eru nauðsynleg, vanti í
jarðveginn eða vatnið. Þyrfti að rannsaka það efnafræðis-
lega. Það gæti gefið mikilsverða bendingu í þessu efni.
Hinsvegar má ekki leggja ofmikið upp úr slikri efna-
greining, eða fara eftir henni í blindni. Því eins og þegar
er vikið að, kemur þarna fleira til greina, er valdið getur
afturförinni, og orsakað vatnsroturnar og laklega sprettu.
3. Helgi Þórarinsson, áður bóndi í Þykkvabæ í Land-
broti í Vestur-Skaftafellssýslu (dáinn 1915). — Hann hjelt
2