Búnaðarrit - 01.01.1920, Side 26
20
BÚNAÐARRIT
Mjer er illa við að láta vatnið vera lengi á í einu.
Mundi best að veita á í 4—6 daga eftir ástæðum, og
hleypa svo af, og láta áveitusvæðið vera þurt jafnlangan
tíma, ef veðuráttan leyflr það.
Áveitulandið sljettist fljótt. Eftir 2—3 ár hurfu þúf-
urnar, og þar sem var strjált þýfi og ofurlítið sendið,
slitnuðu þær upp og flutu ofan á vat.ninu. Þúfnabotn-
arnir sigu niður, og vorið eftir fór að vaxa stör upp úr
þeim. Brátt þjettist gróðurinn, og nú er alt áveitulandið
orðið sljett og vjeltækt, og vaxið gulstarungi.
Áður en byrjað var á áveitunni, óx mikið af elfting
í engjunum, en nú er hún öll horfln.
Þar sem landið er sljettast og best framræst, svo að
það þornar vel og hitnar, milli þess sem veitt er á, þar
er gróðurinn langmestur og þjettastur. Dýptin í hólfun-
um má ekki vera mikil. Best er að vatnið sje ekki
meira en 15—30 sm. á dýpt. Þar sem það er dýpra,
er gróðurinn gisnari og veikbygðari.
Það er lífsspursmál, að ná strax, þegar byrjað er að
veita á, nógu miJclu vatni á landið, því að þá bregst
það ekki“.
Getið skal þess, að Jón hefir gert skurði — aðfærslu-
og aíFærslu-skurði —er nema um 6000 metrum á iengd,
og flóðgarða um 1200 metra. — Flóðgáttum flestum er
lokað með timbri, plönkum og borðum.
Áveitusvæðið fyllist á 2 sólarhringum, og þegar hleypt
er af, er vatnið runnið burt á svipuðum tima.
5. Böndi austur í Árnessýslu ofanverðri, — sem vill
ekki láta nafns síns getið — athugull og hagsýnn, er
stundað heflr áveitu lengi, og er auk þess kunnugur
Sels-áveitunni, sem er með stærstu og elstu áveitum
landsins, skrifaði mjer á þessa leið: