Búnaðarrit - 01.01.1920, Qupperneq 33
BtiNAÐARRÍT
27
slegið. Nú fengust af þessu landi 1915, um 500 hestar,
«ða 10 hestar af hektar. Það er slegið ár hvert. —
Aveitan er bæði seitluveita og uppistaða. Veitt er á að
haustinu, og vatnið látið liggja yfir að vetrinum. Mjög
vel er gengið írá ðllum flóðgáttum og stíflum. Landið
heflr sljettst, og er orðið mestpart alt vjeltækt. Gras-
lagið hefir einnig breytst. Er svæðið nú vaxið stör og
«mágresi innan um og á bölunum.
6. Á Efri-Steinsmýri var gerð áveita árin 1914—'16.
Landið er mýri, meira og minna þýfð. Heyjaðist þar
áður um 100 hestar að meðaltali. — Áveitan er uppi-
staða, og sprettur mætavel, enda er landið hentugt til
áveitu. Sumarið 1917 heyjaðist af öllu svæðinu — en
það er um 85 hektara — 1200 hestar, eða rúmir 14
hestar af hektar.
7. í Álftaverinu eru uppistöðu-áveitur á nokkrum
bæjum, þar á meðal á Herjólfsstöðum, Holti, Norður-
hjáleigu og víðar.1) Fengust af þessum áveitusvæðum,
áður en Katla gaus, 600—700 hestar. Um þessar uppi-
stöðu-áveitur segir Oísli hreppstjóri Magnússon í Norður-
hjáleigu þetta:
„Áveitulandið er mýri, og var áður mjög þýfð, en má
nú teljast sljett. Gróðurinn starungnr og smágresi, en
elfting öll horfin. Sprettan betri en áður, svo að nú
liggur nærfelt hey á háifum teig í góðum árum. Vatnið
er mest mýrar-aðrenslisvatn hjá mjer (Norðurhjáleigu),
en í Holti og á Herjólfsstöðum er það tekið úr Holtslœk.
Ekki hægt að svara því, hvað fellur af dagsláttu eða
hektar, nema hjá mjer; það mun vera nálægt 15
1) Auk þessa voru, fyrir Kötlu-gosið, uppistöðu áveitur í
Álftaverinu á Þykkvabæjarklaustri, 200 hestaengi, og Hraunbæ.
En í ritgerð minni, „Vatnsveitingar“, í síðasta árg. Búnaðar-
r i t s i n s, er af vangá ekki talin uppistaða í Álftaveri, nema á
einum bæ, og leiðrjettist það hjer með.