Búnaðarrit - 01.01.1920, Side 35
BÚNAÐARRIT
29
og reynist yflrleitt vel til áveitu. — Áveitur þessar
hafa verið gerðar á árunum 1911—1917, og eru flestar
uppistöðu-áveitur. Heyfallið siðan farið var að veita á,
heflr aukist um lh til alt að helming. Um eina þessa
fljótsvegs-áveitu segir, nað þar sem vanti flóðgarða, þyki
naumast ljáberandi, þótt nægilegt vatn renni þar yflr“.
En því skal viðbætt, að þarna var um nýlega gerða
áveitu að ræða, og áveitulandið óræktar-þjóttumýri.
11. Sels- og Hvítárholt8-á,\eitan í Hrunamannahreppi
í Árnessýslu, er eins og áður getur ein með elstu áveit-
unum þar eystra. Var byrjað á henni 188V, en siðan
heflr hún verið smátt og smátt aukin. Áveitan er uppi-
staða. Yatnið er bergvatn úr Litlu-Laxá. En Laxá heflr
runnið um langan veg og ýmiskonar jarðlag, áður en
hún er tekin þarna upp. Á einum stað rennur í hana
laugavatn. — Áveitulandið var beitimýri, kargaþýfð og
mosamikil, og lítið slegið í þvi að jafnaði.
Veitt er á að haustinu, og liggur svæðið tíðast undir
vatni, frá því seint i október og þar til seint í júní, en
vatnið er haft lítið eða látið vera grunt allan júnímánuð.
Landið er orðið sljett, og mestur hluti þess vjettækt.
Þar sem jörðin var mosamikil, sljettist hún á 4—6
árum.
Ábúendunum í Hvítárholti og Seli ber saman um það,
að heyfallið sje um 18—20 hestar af hektar að meðal-
tali. — Gróðurinn er mest stör og starungur, og heyið
kúagæft.
12. Á Stóru-Háeyri á Eyrarbakka voru, árin 1897—
1899, gerðir flóðgarðar, til þess að halda inni aðrenslis-
vatni, sem safnað er þar í skurði, og veitt að görðun-
um í uppistöðu. Landið var óræktarmýri, þýfð, og grár
og gróðurlaus mosi í þúfunum. Innan svæðisins voru
graslausar forarkeldur.
Veitt er á að haustinu, og vatnið látið liggja yflr að