Búnaðarrit - 01.01.1920, Qupperneq 36
30
BÚNAÐARRIT
vetrinum og fram á vor, eða þar til frosthætta er að
mestu um garð gengin. Eftir fardaga er svo veitt á
aftur, ef vatnsmagnið leyfir. í þurkavorum er oft skortur
á nægu vatni. Hleypt er af til fullnustu 9—10 vikur af
sumri, eftir tíðarfari. Landið hefir sljettst. Gróðurinn er
gulstör, þar sem áveitan er best. í meðalári falla 9—10-
hestar af hektar. Má það teljast gott, þegar tekið er
tillit til þess, hvernig landið var, og að áveituvatnið er
fremur ijelegt og stopult.
13. Miklavatnsmýrar-áveitan í Árnessýslu. Hún var
gerð árið 1912, en síðan endurbætt 1916. Er það bæði
uppistaða og seitluveita. Yatnið er tekið úr Þjörsá, og
er jökulvatn, og flytur mikið af jökul-leðju í leysingum-
Veitt er á að vorinu. En í mörgum árum iiggur mýrin
undir vatni — aðrenslis-vatni — og ís að vetrinum.
Siðustu árin, 1918 og 1919, heflr áveitan geflst veL
Virðist svo, sem áveitan reynist best, þegar mikið vatn
er fyrir á svæðinu, þegar hleypt er á að vorinu, og
gormblandna jökulvatnið blandast því.
Áður en farið var að veita á, fengust þarna, að sögn
kunnugra manna, 10—12 hestar af hektar, þar sem
var eins eða tveggja ára, sina (fornslægja). En rm í sumar,.
er leið, fjellu 15—18 hestar af hektar, en 10—12
hestar þar sem var nýslægja (á hreinu).
14. Á Ánábrekku í Mýrasýslu er uppistöðu-áveita,
gerð 1911. Áveitulandið eru bakkar, sem aldrei voru
slegnir, og fellur sjór yfir þá í stórstrauma. Og áveitu-
vatnið er úr Langá, blandað sjó. Veitt er að eins á að
vorinu. Gróðurinn hefir breyst, og er nú miklu meiri
en áður. Fengust þar, 1914, sem svarar 14—15 hestar
af hektar.
15. Á Álftanesi í Mýrasýslu er einnig uppistöðu-áveita,
gerð árin 1907—1908. Landið var þýfð mosamýri, og