Búnaðarrit - 01.01.1920, Side 40
34
BÚNAÐaRRIT
Að sjálfsögðu hefir veðuráttan nokkur áhrif á áveit-
urnar, eða grasvöxtinn í þeim. Bn það virðist svo, sem
þess gæti þó minna gagnvart þeim en annari jörð, sem
ekki er veitt á. Þetta sýnir reynslan frá árinu 1918»
Þá spruttu áveitur all-sæmilega, þar sem vatnið var
nægilegt, þó að annað land brygðist, og tún ekki síður
en útjörð. — Vatnið hlýfði þar jörðinni, og varðveitti
hana gegn kali og skemdum.
í þessu sambandi vil jeg geta þess hjer, hvað Halldór
skólastjóri Vilhjálmsson á Hvanneyri segir um áveituna
hjá sjer. í shýrslu um Bændaskólann á Hvanneyri,
1917—1918 (bls. 17) farast honum svo orð:
„Heyskapur hefði orðið hjer enn þá minni, ef ekki
væru komin allstór áveitusvæði. Alstaðar þar sem nægi-
lega djúpt vatn var í áveituhólfunum í fyrra vor, þegar
apríl-hretið skall á, var nú í sumar (1918) ágætt gras,
engu minna en siðastliðið sumar.
Þetta er eftirtektarvert atriði. Þegar túnin stórskemm-
ast, og gra8brest.ur er almennur á allri jörð, þá er þarna
kominn nýr vitasgjafi.
Á þrem til fjórum árum hefir Illamýri, hjerna fyrir
neðan túnið, sem nálega aldrei gat heitið slæg, breytst
í þennan vitasgjafa".
Svipaða sögu geta margir sagt um áveitur sínar þetta
grasleysisár. Sprettan á þeim var að vísu viða lakari en
í meðalári, en óvíða brugðust þær með öllu, nema þar
sem vatn þraut.
Af svörunum eða skýrslunum, mörgum þeirra að
minsta kosti, sjest það ennfremur, að þar sem áveitunni
hefir huignað eða grasvexti farið aftur, eftir nokkurn tíma,
þá er það lang-oftast að kenna einhverjum augljósum
göllum, er standa í sambandi við áveituna, beint eða
óbeint. Þar á meðal má nefna — sem og áður er getið
— ónóga framræslu, ljelegt áveituvatn og takmarkað,
of-djúpar uppistöður o. s. frv.