Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 41
BÚNAÐARRIT
35
Sem dæmi um þetta, hvað vatnið áhrærir, má nefna
það, að þegar Laxamýrar-bændur ná í betra áveituvatn
— úr Laxá — en þeir höfðu áður, fer áveitan strax að
spretta betur. Og svona er það með ýmsa aðra ann-
marka, að þegar úr þeim er bætt á einn eða annan veg,
skiftir um til batnaðar.
IV.
Áhugi manna á vatnsveitingum hefir mjög aukist sein-
ustu árin. Og það sem nú síðast, ef til vill, hefir hvað
mest aukið áveitumálinu byr, er reynslan um áveitur
árið 1918.
Hitt er kunnugra en frá þurfi að segja, að víða eru
svæði, ónotuð eða lítt notuð, sem liggja vel við vatns-
veitingum. Hefi jeg í ritgerð minni um vatnsveitingar í
Búnaðarritinu í fyrra (bls. 34—58) bent á nokkur slík
engjalönd. Nefndi jeg þar 49 svæði, sem teljast mega
hentug til þeirra hluta, og bíða þess, að mannvit, dugn-
aður og fjármunaleg geta, komi þar til sögunnar og
hefjist handa. — Sumstaðar er þegar komin nokkur
hreyfing til framkvæmda í þessu efni. Mælingar hafa
verið gerðar á nokkrum stöðum. Og margir hafa óskað
þess við Búnaðarfjelag íslands, að það ljeti mæla, og
búa undir til áveitu, ýms stærri og minni svæði.
Af álitlegum áveitulöndum skal jeg, í viðbót við það,
sem talið er í áðurnefndri ritgerð um vatnsveitingar,
nefna þessi:
1. Á Fellsströnd í Dalasýslu eru flóar og harðvellis-
eyrar, sem tilheyra Staðarfelli, Orrahóli, Harastöðum
og fleiri jörðum þar í sveitinni, sem talið er hentugt
land og gott til áveitu. Yatn má fá úr svonefndri
Flekkudalsá, og er auðvelt að ná henni upp. Hún er
langt að runnin, og vatnið í henni sennilega gott til
áveitu.