Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 42
36
BÚNAÐAKRIT
2. 1 Óslandshlíd í Skagafirði, hefir verið mæll fyrir
áveitu1) úr Kollcu. Getur sú áveita náð til 10 jarða,
sjö í Óslandshlíð og þriggja í Kolbeinsdal. Stærð lands-
ins, er vatnið getur náðst yfir, er um 375 hektar. Að-
færsluskurðurinn er ráðgerður nálægt 7 kílómetrum á
lengd. Áveitan verður aðallega seitluveita, með því að
hallinn á landinu er svo mikill, að eigi verður komið
við uppistöðu, nema á stöku stað.
Kostnaðurinn áætlaður 20,000 kr.
3. 1 Hofshreppi í Skagafjarðarsýslu, hefir verið talað
um og ráðgerð áveita úr Hofsá, og er talið best að taka
ána upp neðan við Árhóla. Hið fyrirhugaða áveituland
er óræktar mýrarflói, sem aldrei er slegið í. Áveitunnar
geta notið 9—10 búendur eða býli. Og áveitan getur
verið bæði uppistaða og seitluveita. — Stærð áveitu-
landsins er um 1400 hektar.
4. í Miðfirði er sennilegt að gera mætti áveitu á
Torfastaða-eyrum og landi Urriðaár, og taka vatnið úr
ZJrriðaá. Komið gæti og til tals að veita á Melstaðs-
eyrar úr Miðfjarðará, eða sýkinu sem fellur í hana, utan
við Staðarbakka, enda kvað hafa eitthvað verið átt við
það, hjer áður fyr.
5. Saurafiði í Álftaneshreppi í Mýrasýslu er einkar
álitlegt áveituland. Flói þessi er gamall vatnsbotn, en er
nú allur grasi gróinn. Hann tilheyrir jörðunum Smiðju-
hóli og Leirulæk. Lækur rennur um svæðið, og má nota
hann til áveitu á þetta land. Hallinn er ekki rneiri en
það, að gera mætti þarna stóra uppistöðu, samfara
þurkun á landinu.
1) Hafa þeir gert það, S. Sigurðsson skólastjóri og for-
seti Búnaðarfjelags Islands, eg Loftur Rögnvaldsson
sýslu-búfræðingur.