Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 44
BÚNABAILRIT
Búnaðaríjelag íslands.
Störf þess og verkefni.
Árið 1837 er merkisár í sögu íslensks búnaðar, því
þá er stofnað hið fyrsta búnaðarljelag á íslandi, „Hús-
og bústjórnarfjelag Suðuramtsins".
Þetta fjelag er fyrsti vísir þess, að íslendingar hefjast
sjálfir handa, til að yrkja land sitt. Að vísu hafði stjórnin
áður látið gera nokkrar tilraunir í þessa átt, og ýmsir
landar, svo sem Eggert Ólafsson, Skúli Magnússon, Tómas
Sæmundsson o. fl., sem snortnir voru af frelsishreyf-
ingum þeim, sem gengu yfir álfuna um fyrri aldamótin;
sögðu mönnum, að landið mætti og ætti að yrkja, en
lítið varð að framkvæmdum.
Til „Hús- og bústjórnarfjelagsins" má rekja áhrif,
sem verða til þess, að önnur búnaðarfjelög eru sett á
laggirnar, og sem svo aftur leiðir til þess, að búnaðar-
skólum er komið á fót, og fleira farið að gera, til um-
bóta búnaði.
Hússtjórnarfjelagið breytti siðan um nafn, og var á
tímabili kallað „Búnaðarfjelag Suðuramtsins", og síðast,
1899, „Búnaðarfjelag íslands", og eftir það var verksvið
þess alt landið, og nú er málum þess svo komið, að hin
smærri búnaðarfjelög hafa myndað fjórðungs- eða sýslu-
sambönd, sem nú er ætlast til að hafi fulltrúa, sem
mæta á búnaðarþinginu — en það markar stefnur í öll-
um fjelagsmálum. Búnaðarfjelagið er því fulltrúi hinnar