Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 53
BÚNAÐARRÍT
47
"Verkfærin eru ýmiat handverkfaeri eða stærri verkfæri,
sem hestar, naut, bifvjelar, gufuvjelar eða rafmagnsvjelar
hreyfa. Hvað af þessu er notað, fer eftir því, sem best
Þykir við eiga á hverjum stað.
Sjeð er fyrir því, að vatnið sje hæfilega mikið í jarð-
veginum. Það má hvorki vera of mikið nje of lítið. Yið
því er gert með framræslu og áveitu. — Jarðvegurinn
er vel unninn: mulinn og blandaður. — Með áburði er
sjeð fyrir öllum jurtanærandi efnum, sem vanta í jarð-
veginn. Búpeningsáburður er jafnvel ekki látinn nægja,
heldur jafnframt notaður tilbúinn áburður, sem í eru
ýms jurtanærandi eíni, er áður lágu ónotuð. Menn þekkja
nú eðli jarðvegsins: efnasamsetningu hans, gerlalíf í
honum og þýðingu þess. Næringar-starfsemi jurtanna er
orðin mönnum ijós. Þeir vita, af hvaða efnum jurtirnar
eru myndaðar, og hvernig þær fá þau. — Tala nytjurta
er orðin mikil. Menn þurfa að þekkja tegundirnar og af-
brigði þeirra, kynstofna og ættir.
Alt þetta hefir leitt t.il þess, að uppskera hefir orðið
meiri. Eftirtekjan af landinu hefir orðið tvöföld, þreföld
eða fjórföld við það, sem hún var áður. Arðurinn er því
meiri af ræktuninni.
Ástæðurnar til endurbættrar jarðyrkju..
Pramfarirnar í jarðyrkju hafa bygst á:
1. Reynslu og athuguuum einstakra manna (bænda),
sem við jarðyrkju hafa fengist.
2. Nákvæmum tilraunum á ýmsum atriðum jarðyrkj-
unnar.
3. Yisindalegum rannsóknum og uppgötvunum í efna-
fræði, eðlisfræði, jarðfræði, dýrafræði og grasafræði.
Þær hafa mjög stutt að framförum jarðyrkjunnar.
Umbæturnar hafa oft verið seinfara: Jarðyrkjan heflr
tímum saman staðið í stað í ýmsum löndum, og jafnvel
verið á líku stigi öld eftir öid — eða svo skift hefir
þúsundum ára. Þannig er hægt að segja, að ræktun ís-