Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 54
48
BÚNAÐARRIT
lands hafl eigi tekið verulegum breytingum í þúsund ár,
og svo er víða annarsstaðar.
Mestum stakkaskiftum hefir jarðyrkjan tekið á síðari
helmingi 19. aldarinnar. Er það aðallega að þakka hin-
um margbreytilegu og miklu uppgötvunum í hinum
ýmsu vísindagreinum, og jafnframt þeim nákvæmu til-
raunum og rannsóknum, sem gerðar hafa verið á öllum
atriðum jarðyrkjunnar.
Þessar tilraunir og rannsóknir eru fyrst byrjaðar af
einstökum mönnum. Síðan hafa fjelög eða ríkisheildir
komið upp sjerstökum stofnunum í þessum tilgangi: til-
raunastöðvum eða gróðrarstöðvum, er kostað hafa mikið
fje. Hafa þær annaðhvort verið í sambandi við búnaðar-
skóla eða verið sjerstakar.
Nauðsyn þessara stofnana byggist á því, að einstak-
lingunum er um megn að framkvæma tilraunirnar nógu
nákvæmlega, svo að á þeim megi byggja. — Tilrauna-
stöðvarnar eiga að rannsaka öll vafa-atriði, og leysa
með tilraunum allar óráðnar gátur jarðyrkjunnar svo
skýrt, að almenningur megi skoða úrlausnirnar sem ótví-
ræðan sannleika, er byggja megi á og breyta eftir.
Fyrstu tilraunastöðvar. Elsta tilraunastöð-
in var stofnuð 1830 á höfuðbóli einu í Englandi, er
Rothamsted heitir. Stofnendurnir voru Englendingurinn
Lawes og Þjóðverjinn Gilbert.
Tilraunastöð þessi hefir gert margar mikilsverðar jarð-
yrkjutilraunir, einkum með áburð og grasrækt. Lawes
gaf land og sjóð mikinn til tilraunanna. Er þeim stöð-
ugt háldið áfram.
Næsta tilraunastöðin var stofnuð skömmu síðar af
frægum vísindamanni frönskum, Boussingault að nafni.
Yar hún á höfuðbólinu Bechelbronn í Elsass. Þar voru
gerðar mjög þýðingarmiklar tilraunir á næringarstarfsemi
jurtanna.
Á mörgum stöðum hafa tilraunastöðvar verið settar í
samband við búnaðarskóla. Svo hefir verið víða á Þýska-