Búnaðarrit - 01.01.1920, Blaðsíða 57
EÚNAÐARRIT
51
Magnús Ketilsson sýslumaður (f. 1732 — d. 1803)
mun fyrstur hafa gert þúfnasljettur (í Búðardal á Skarðs-
strðnd) að nokkrum mun. Hann reyndi og ræktun ýmsra
jurta, og gaf út ritling um það: „Nokkrar tilraunir gerðar
með nokkrar sáðtegundir og plöntur".
Hans Wilhelm Lever, kaupmaður á Akureyri, ræktaði
mikið af jarðeplum, og hvatti bændur til að gera hið
sama. Hann gaf út rit um jarðeplarækt. Var það prentað
í Leirárgörðum 1810: „Ávísan til Jarðeplaræktanar —
fyrir Almúgamenn á íslandi".
Schierbeck landlæknir kom hingað til lands 1882. Var
hann stofnandi „Hins íslenska garðyrkjufjelags", sem
myndaðist 1885. Hann reyndi hjer ræktun fjölda jurta
(matjurta, blóma, runna og trjátegunda), og hvatti menn
mjög til að stunda garðyrkju. Hann gaf út nokkur rit
um þau efni, til leiðbeiningar fyrir almenning.
Torfi Bjarnason, skólastjóri í Ólafsdal (f. 1836 —
d. 1915) heflr manna mest stutt að aukinni þúfnasljett-
un og öflun meiri heyja. Hann smíðaði undirristuspaðann,
endurbætti Ijáinn, og gerði mörg búnaðarverkfæri, er
tóku hinum eldri fram, svo sem plóga, herfi, kerrur o. fl.
Þessir inenn — og ýmsir fleiri — hafa allir stutt að
framförum jarðyrkjunnar hjer á landi. Reynsla þeirra og
dæmi hafa geflð margar mikilsverðar bendingar, sem til
umbóta gátu horft. — En umbæturnar hafa verið smá-
stígar. Almenningur hefir daufheyrst við áminningum og
íortölum, og lifandi dæmi hafa ei stoðað. — I lok 19.
aldarinnar er jarðyrkjan hjer sem í bernsku: Vinsla
jarðvegsins er ófullkomin, hentug og góð verkfæri vantar;
lítið er gert að framræslu eða áveitu; búpeningsáburður
er eingöngu notaður, og það illa hirtur og hagnýttur.
Notkun tilbúins áburðar þektist eigi. — Allmikið hefir
verið gert að þúfnasljettun, en grasfræsáning er nær
óþekt. — Flestir vissu eigi, hverjar plöntur mynda gróð-
urinn í túnunum, eða hverjar ræktunarkröfur þær gera.
Garðyrkja var stunduð slælega. Garðarnir illa hirtir, þar