Búnaðarrit - 01.01.1920, Síða 58
52
BÚNAÐARRIT
sem þeir voru til, og í heilum sveitum var enginn mat-
jurtagarður til. — Um ræktun blóma eða trjáa er vart
að tala. — Landið bíður enn að mestu óyrkt, svo sem
það var á landnámsöld, og skógarnir eru nær því horfnir.
Tilraunastöðvarnar. Um síðustu aldamót
myndast nýtt tímabil í sögu jarðyrkjunnar hjer á landi.
Þá er byrjað að gera reglulegar tilraunir í ýmsum grein-
um jarðyrkjunnar.
Búnaðarfjelag íslands hófst fyrst handa, og stofnaði
tilraunastöð í Reykjavík 1899.
Hlutverk hennar var að gera gróðrar- og áburðar-
tilraunir. Hún útvegaði einnig ný verkfæri til ýmsra
jarðyrkjustarfa.
Amtsráð Norðuramtsihs kom á fót trjáræktarstöð á
Akureyri 1899. Þar skyldi gera tilraunir með trjárækt.
Ræktunarfjelagið tók síðar að sjer umsjón og ræktun
stöðvarinnar.
Ræktunarfjelag Norðurlands var stofnað 1903, og
undirbjó það sumar tilraunastöð við Akureyri. Þar skyldu
samskonar tilraunir gerðar og í Reykjavík.
Sama árið (1903) kemur búnaðarsamband Austurlands
til sögunnar. Það stofnaði brátt tilraunastöð á Eiðum.
Búnaðarsamband Yestfjarða var stofnað 1907. Það
kemur einnig upp tilraunastöð við ísafjörð.
í sambandi við þessi fjelög og stofnanir, hafa verið
gerðar ýmsar minni tilraunir hjá bændum, víðsvegar um
alt land. Hafa það einkum verið áburðar- og gróður-
tilraunir.
Búnaðarfundir. í fyrstu var fyrirkomulag og
tilhögun tilraunanna nokkuð breytileg, með því að lítil
samvinna var á milli stöðvanna. Á þessu hefir verið
reynt að ráða bót með því, að formenn tilraunastöðv-
anna hafa átt fundi með sjer, til að ræða um fyrir-
komulag tilraunanna. — Fyrsti fundurinn var haldinn á
Akureyri 1908, og annar í Reyk,avík 1912. Var sá
fundur fjölsóttari en hinn, og ræddi fleiri búnaðarmál. —