Búnaðarrit - 01.01.1920, Síða 64
58
BÚNAÐARRIT
6. Snúningsvjelar hafa verið notaðar á nokkr-
um stöðum, og þótt gefast vel. — Vjel sú, er Osborne
nefnist, er góð.
Tilraunastöðvarnar hafa útvegað mikið af hand-
verkfærum, svo sem spöðum, kvíslum, garðhrífum, ráka-
járnum, hlújárnum o. fl. — í vali þessara áhalda hefir
fengist mikil reynsla, svo nú er hægra en áður að út-
vega góð handverkfæri.
II. Áburður.
Tilraunirnar hafa einkum miðað að því, að fá reynslu
á, hvort tilbúinn áburður væri nothæfur hjer á landi.
Aftur á móti hafa, enn sem komið er, litlar tilraunir
verið gerðar með búpeningsáburð: geymslu hans og
notkun. En tilraunir á því væri nauðsynlegt að gera,
enda er það starf nú hafið.
Á tilbúna áburðinum er nú þegar fengin nokkur
reynsla. — Af áburðarefnum þeim, sem nothæf þykja
hjer á landi, má nefna þessi:
Chílísaltpjetur. Hann er auðleystur og góður
áburður, sem borinn er á í byrjun gróðrartímabilsins.
Á graslendi þarf að bera 200—300 kg. á hektar. í garða
og nýbrotið land þarf að bera álíka mikið. — Áburður
þessi eflir einkum blaðvöxt allra jurta.
Noregssaltpjetur hefir líkar verkanir og Chílí-
saltpjetur, en er vandgeymdari.
Brennisteinssúr stækja er einnig góður
áburður. En eigi er hún eins auðleyst og saltpjetur-
tegundirnar. Hentara er að bera hana á rofna reiti en á
grasgróið land.
í öllum þessum áburðarefnum er aðal-jurtafæðan
köfnunarefni. En það er dýrasta efnið, sem plönturnar
þurfa, og þýðingarmikið, að þær fái nóg af því í áburð-
inum.