Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 69
búnaðarrit
63
af rauðsmára hefir heppnast misjafnlega hjer á landi.
Er því vart ráðlegt að sá miklu af honum.
3. ÁlsiJckusmári (Trifolium hybridum). Hann hefir líka
eiginleika og rauðsmári, en getur þrifist í myldnum
mýrarjarðvegi, og þolir betur óblíða veðráttu.
4. Umfeðmingur (Vicia cracca). Vex víða á harðvelli
hjer á landi. Æxlast þannig með rótarskotum, að margar
plöntur geta myndast af einni. Hann vex því oft í stærri
eða minni toppum, sem stækka eftir því sem árin líða.
Bestur jarðvegur fyrir hann er djúpur moldarjarðvegur.
Ræktunin heppnast vel í tilraunastöð R. N. — Umfeðm-
ingur er ágætt fóður. — Eræið er dýrt.
C. Crasfræblandanir.
Ef maður ætlar að búa til varanlegt graslendi, er
fóðurjurtunum sjaldan sáð hvorri fyrir sig, heldur fleir-
um saman. Hve miklu er sáð af hverri tegund, fer
nokkuð eftir jarðvegi og staðháttum. Mestu er sáð af
þeirri tegund, sem ætla má að þrífist best við þau skil-
yrði, sem hægt er að bjóða. Sem dæmi upp á grasfræ-
blandanir er eftirfarandi taíla. En frá henni má þó vikja,
og breyta til eftir staðháttum.
Grasfræblöndnn á liektar í kg.
J a r ð O tó-3® H til ^ o regur M ? cS Ö
Sveifgras 6 8
Háliðagras 10 12
Vallarfoxgras 12 10
Vingull 2 1
í'óðurfax 3
Skriölíngresi 2
Hvítsmári 2 2
Alsikkusmári 1 1
Alls kg. 36 36