Búnaðarrit - 01.01.1920, Síða 76
70
BÚNA ÐARRIT
að skógræktaratjórinn gerði all-miklar tilraunir með
trjárækt hjer í nágrenninu. Trjáræktin heflr lánast betur
á Norðurlandi en á Snðurland.
Það sem hjer verður sagt um trjen, byggist á tilraun-
um þeim, sem gerðar hafa verið fyrir norðan. f Björltum
hefir E. H. aðallega stuðst við þær tilraunir, sem gerðar
hafa verið fyrir sunnan.
1. Reynir vex hjer ágætlega, sje hann alinn upp af
fræi. Bestur jarðvegur er leirkend mold. Fyrsta árið,
cftir að reynir er gróðursettur, er áriðandi, að plönt-
urnar sjeu vel vökvaðar. 1—2 feta háar plöntur eru
hæfilegar til gróðursetningar í þá staði, sem trjánum er
ætlað að verða fullvaxta á.
Af reyni, sem vaxinn er upp af fræi í tilraunastöðinni
á Akureyri, eru stærstu trjen 8 álnir á hæð.
2. Birki vex einnig vel. En nokkru erfiðara er að ala
plönturnar upp af fræi. — Stærstu birkitrjen á Akureyri
eru nú 7 álna há.
3. Lerki eða Lævirkjatrje virðist ætla að þrífast vel
hjer á landi. Það vex best í rökum moldar- eða leir-
jarðvegi. Stærstu trjen í tilraunastöðinni á Akureyri eru
4 álnir.
Þessar trjátegundir hyggjum vjer, að geti vaxið í görð-
um viðast hvar á landi hjer, sje rjett með þær farið.
Meiri vafi er á því, hvort eftirfarandi trjátegundir eru
tryggar til ræktunar hjer á landi; þó hafa þær náð all-
miklum þroska í trjáræktarstöðinni á Akureyri.
Qreni. Stærsta trjeð er þriggja álna hátt. Það þrífat
best í myldnum og hæfilega rökum jarðvegi. — Þarf
gott skjól.
Fura. Stærsta trjeð er nær því 3 álnir. Fura þarf
djúpan jarðveg.
Tilraunastöðvarnar hafa nú all-mikið af plöntum á
boðstólum.
Þegar menn fá sjer plöntur til gróðursetningar, ættu