Búnaðarrit - 01.01.1920, Page 81
BÚNAÐARRIT
75
með áðurgreindum skilyrðum, enda væntu kaupendnr
að hestarnir yrðu í betra lagi. Yar þetta alt útkljáð í
lok júnímánaðar. Aðstaða um sölu á hestunum var mjög
erfið, og láu til þess ýms rök, svo sem hve þröngt var
um skipakost, en áliðið árs, og hafði nefndin því eigi
svigrúm til að leita nægilega fyrir sjer á erlendum
markaði, hvað þá senda mann til að gjörkynnast sölu-
möguleikunum.
Nefndinni var það Ijóst þegar í upphafi, að þetta leyfi
til að flytja 1000 hesta til Danmerkur, fullnægði hvergi
nærri söluþörf bænda, enda jókst sú þörf stórum við
ískyggilegar heyskaparhorfur. Þar að auki var verðið það
hátt, að æskilegt var að útflutningurinn gæti orðið sem
mestur, og sneri nefndin sjer því til fulltrúa Breta hjer,
«g fór þess á leit við hann, að gerð yrði tilraun til þess,
að rýmka um þetta ákvæði samningsins. Ræðismaðurinn
leit svo á, að breytingar á samningnum myndu ófáan-
legar, nema ef til vill í smáatriðum, og þó því að eins,
að alveg sjerstakar ástæður væru fyrir hendi. Því næst
sneri nefndin sjer til stjórnarráðsins með ósk um, að
það leitaði hófanna við bresku stjórnina um þettu atriði.
Færði nefndin um leið ýmisleg rök fyrir því, að nauðsyn
bæri til, að rýmkað yrði um hestasöluleyfið. Mál þetta
höfðu stjórnirnar síðan lengi til meðferðar, og fjekk
nefndin ekkert svar fyr en um miðjan október. Pá var
henni gefið til kynna, að leyfilegt væri að flytja út 100
hesta umfram það, sem áður var ákveðið. Lengra varð
ekki komist um útflutning til Danerkur, en leyfið var
notað út í æsar, því að alls voru fluttir til Danmerkur
1094 hestar. — En þegar nefndinni þótti útsjeð um, að
heimilaður útflutningur til Danmerkur, gæti fullnægt
söluþörf bænda, tók hún þegar í byrjun ágústmánaðar
að leita fyrir sjer um hestasölu á Englandi, því að þangað
var útflutningur frjáls. Átti hún síðan um nokkurn tíma
talsverð brjefa- og skeyta-skifti við alkunna hestakaup-
menn á Englandi, en þær málaleitanir strönduðu alstaðar